Innlent

Oddvitar meirihlutans ekki á borgarráðsfundi

Ólafur F. Magnússon og Hanna Birna Kristjánsdóttir á góðri stund.
Ólafur F. Magnússon og Hanna Birna Kristjánsdóttir á góðri stund.

Nú þegar kortér er síðan fundur borgarráðs átti að hefjast eru hvorki Ólafur F. Magnússon borgarstjóri né Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, mætt. Júlíus Vífill Ingvarsson, varamaður Hönnu Birnu, í ráðinu var hins vegar mættur á fundinn. Ólafur F. Magnússon hefur jafnan setið fundi ráðsins sem borgarstjóri þótt hann hafi ekki atkvæðisrétt.

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í samtali við fréttamenn í Ráðhúsinu fyrir fundinn að hann spyrði sig hvort verið væri að beita klækjastjórnmálum í Ráðhúsinu en þau hefðu aldrei gefist vel.

Fundur í borgarráði hófst klukkan hálftíu en fyrir hann hittust bæði meirihluti og minnihluti á fundum. Um var að ræða hefðbundinn undirbúningsfund minnihlutans í borginni og eftir hann þvertók Óskar enn fyrir að hann hefði átt í þreifingumvið sjálfstæðismenn um meirihlutasamstarf.

Hann viðurkenndi þó að menn innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem standa utan borgarstjórnar, hefðu rætt saman. Aðspurður sagðist Óskar ekki getað sagt neitt um framhald mála.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×