Lífið

Tom Jones yrkir konu sinni óð

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Jones leikur á als oddi.
Jones leikur á als oddi. MYND/AP

Velski poppsöngvarinn Sir Tom Jones hefur ort konu sinni ástaróð eftir 51 árs samband og rúmlega 43 ár í söng bransanum.

The Road heitir lagið á nýjustu plötu Tom Jones sem hann tileinkar Lindu, eiginkonu sinni, og þakkar henni samfylgdina í blíðu og stríðu. Nýja plata Wales-búans heitir 24 stundir. Þar er þó enginn fréttaflutningur á ferð og almennt mál þeirra sem á hafa hlýtt að goðið hafi engu gleymt eftir öll árin í bransanum. Jones segir það hafa verið löngu tímabært að tileinka Lindu eins og eitt lag eftir rúmlega hálfrar aldar samband þeirra.

Nafngiftina The Road, eða Vegurinn, skýrir hann með því að allir hans vegir liggi í raun til eiginkonu hans líkt og allar leiðir voru í fyrndinni sagðar liggja til Rómar. Tom Jones er 68 ára gamall um þessar mundir og hefur skemmt sér við að gangast undir ýmsar fegrunaraðgerðir upp á síðkastið. Til dæmis hefur hann fengið sér krónur á tennurnar, látið lita hár sitt og skera burt undirhökuna. Hann skartar nú myndarlegum hökutoppi sem hann lét sér einmitt vaxa til að hylja örið eftir þá aðgerð. Tom Jones var aðlaður árið 2006 og hefur selt yfir 100 milljónir platna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.