Hljómsveitin Blur heldur stórtónleika í Hyde Park í London þriðja júlí, níu árum eftir að sveitin spilaði síðast saman í upprunalegri mynd. Þá spilaði sveitin í Royal Festival Hall í London þegar gítarleikarinn Graham Coxon var enn innanborðs. Nú snýr hann aftur. Þá eiga Damon Albarn og félagar í viðræðum um að spila á ýmsum tónlistarhátíðum næsta sumar.
Blur í Hyde Park
