Formúla 1

Hamilton sigraði á Hockenheim

NordcPhotos/GettyImages

Lewis Hamilton á McLaren náði í dag fjögurra stiga forskoti í keppni ökuþóra þegar hann sigraði í Þýskalandskappakstrinum í Formlúlu 1. Þetta var fjórði sigur Hamilton á heimsmeistaramótinu í ár.

Hamilton hafði örugga forystu frá byrjun, en undarlega keppnisáætlun McLaren kom honum þó í bobba. Liðið ákvað að láta Hamilton ekki taka þjónustuhlé þegar öryggisbíllinn þurfti að koma inn á brautina og fyrir vikið þurfti Bretinn ungi að taka fram úr þremur bílum til að ná fyrsta sætinu á ný.

Brasilíumaðurinn Nelson Pique hjá Renault náði öðru sætinu og landi hans Felipe Massa náði þriðja sætinu. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1991 sem tveir Brasilíumenn komast á verðlaunapall í Formúlu 1.

1. Hamilton (McLaren)

2. Piquet (Renault)

3. Massa (Ferrari)

4. Heidfeld (BMW Sauber)

5. Kovalainen (McLaren)

6. Raikkonen (Ferrari)

7. Kubica (BMW Sauber)

8. Vettel (Toro Rosso)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×