Hjaltalín hita upp fyrir Cold War Kids 21. nóvember 2008 07:00 Hljómsveitin Hjaltalín er á leiðinni í tónleikaferð með Cold War Kids. Hjaltalín er leiðinni í tónleikaferð um Evrópu með bandarísku sveitinni Cold War Kids. Um vikulangan túr er að ræða sem hefst í Tórínó á Ítalíu á laugardagskvöld. Tónleikaferðin kom upp mjög snögglega því Hjaltalín var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir aðra upphitunarsveit sem forfallaðist. „Við erum að fara í Evróputúr í janúar og það eru mestmegnis ferðalög í gegnum Þýskaland, Austurríki, Sviss, Bretland og Frakkland. Núna byrjum við á Ítalíu og förum svo á suðurströnd Frakklands og til Spánar. Hún er aðeins syðra þessi ferð þannig að það passar ágætlega," segir Högni Egilsson í Hjaltalín. „Þetta verður heljarinnar ferðalag. Þetta eru fjögur þúsund kílómetrar sem við erum að ferðast. Við tökum bíl og keyrum á milli. Þetta verður ofsalega gaman." Högni játar að um góða kynningu sé að ræða fyrir Hjaltalín enda þykir Cold War Kids með efnilegri sveitum í bandaríska rokkinu. Hún hefur gefið út tvær plötur, nú síðast Loyalty to Loyalty. Sveitin átti á síðasta ári að hita upp fyrir The White Stripes á tónleikaferð en hætt var við ferðina. Hjaltalín hitar upp fyrir tónleikaferðina með tónleikum á Nasa í kvöld þar sem einnig koma fram Sprengjuhöllin og Motion Boys. Skömmu síðar stíga krakkarnir upp í flugvél á vit ævintýranna á Ítalíu. Milli jóla og nýárs ætlar Hjaltalín svo að taka upp ný lög með aðstoð sinfóníuhljómsveitar. Högni vonast til að efnið komist á næstu plötu sveitarinnar sem verður að öllum líkindum stærri og litríkari en sú síðasta. - fb Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hjaltalín er leiðinni í tónleikaferð um Evrópu með bandarísku sveitinni Cold War Kids. Um vikulangan túr er að ræða sem hefst í Tórínó á Ítalíu á laugardagskvöld. Tónleikaferðin kom upp mjög snögglega því Hjaltalín var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir aðra upphitunarsveit sem forfallaðist. „Við erum að fara í Evróputúr í janúar og það eru mestmegnis ferðalög í gegnum Þýskaland, Austurríki, Sviss, Bretland og Frakkland. Núna byrjum við á Ítalíu og förum svo á suðurströnd Frakklands og til Spánar. Hún er aðeins syðra þessi ferð þannig að það passar ágætlega," segir Högni Egilsson í Hjaltalín. „Þetta verður heljarinnar ferðalag. Þetta eru fjögur þúsund kílómetrar sem við erum að ferðast. Við tökum bíl og keyrum á milli. Þetta verður ofsalega gaman." Högni játar að um góða kynningu sé að ræða fyrir Hjaltalín enda þykir Cold War Kids með efnilegri sveitum í bandaríska rokkinu. Hún hefur gefið út tvær plötur, nú síðast Loyalty to Loyalty. Sveitin átti á síðasta ári að hita upp fyrir The White Stripes á tónleikaferð en hætt var við ferðina. Hjaltalín hitar upp fyrir tónleikaferðina með tónleikum á Nasa í kvöld þar sem einnig koma fram Sprengjuhöllin og Motion Boys. Skömmu síðar stíga krakkarnir upp í flugvél á vit ævintýranna á Ítalíu. Milli jóla og nýárs ætlar Hjaltalín svo að taka upp ný lög með aðstoð sinfóníuhljómsveitar. Högni vonast til að efnið komist á næstu plötu sveitarinnar sem verður að öllum líkindum stærri og litríkari en sú síðasta. - fb
Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp