Innlent

,,Pólitísk misnotkun Kastljóssins er ekki ný fyrir mér"

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri.
Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri.

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, segist vera ýmsu vanur að hálfu Kastljóssins sem hafi lengi verið undirlagt af pólitískri misnotkun.

,,Pólitísk misnotkun Kastljósins er ekki ný fyrir mér. Mér er ekki bara misboðið fyrir mína hönd heldur einnig borgarbúa því Helgi sýndi borgarastjóraembættinu stæka óvirðingu," segir Ólafur sem var gestur Helga Seljans, þáttastjórnanda, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins fyrr í kvöld og voru borgarmálin efst á baugi. Ólafur er ekki sáttur við framkomu Helga.

Ólafur segir að svo virðist sem að Helgi hafi haft það markmið að trufla sig til að komast fram hjá málefnalegri umræðu um borgarmál. ,,Helgi reyndi vísvitandi að komast hjá því að ræða borgarmálin. Kerfisbundið var verið að trufla og endurtaka spurningar til að ég gæti ekki rætt þau góðu mál sem þessi borgarstjórnarmeirihluti stendur fyrir," segir Ólafur.

Viðtal Helga Seljans við Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra, má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×