Fótbolti

Ármann Smári allur að koma til

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ármann Smári Björnsson, leikmaður Brann.
Ármann Smári Björnsson, leikmaður Brann. Mynd/Scanpix

Ármann Smári Björnsson hefur ekkert getað spilað með liði sínu, Brann í Noregi, í upphafi móts þar sem hann er óðum að jafna sig eftir að hafa gengist undir aðgerð fyrr í vetur.

Hann fékk brjósklos í baki en segir í samtali við Vísi að endurhæfingin gangi vel. „Ég er nú aðeins byrjaður að sparka í bolta og verð vonandi orðinn klár eftir um þrjár vikur."

„Það er auðvitað leiðinlegt að missa af upphafi tímabilsins því ég þarf í raun að byrja mitt undirbúningstímabil upp á nýtt. En ég er bara rólegur og einbeiti mér að því að ná mér heilum og fara ekki of snemma af stað aftur."

Brann á titil að verja í norsku úrvalsdeildinni en liðinu hefur ekki gengið sem skyldi í upphafi móts og situr í níutnda sæti með sjö stig eftir fimm umferðir. Liðið hefur unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli en tapað tveimur.

„Við höfum tapað báðum útileikjunum, gegn Álasundi og Brann, þar sem við vorum hreint út sagt slakir. En við unnum mikilvægan sigur á Lilleström um helgina þar sem við náðum að spila vel."

Gylfi Einarsson skoraði eitt marka Brann í 2-1 sigri á Lilleström og segir Ármann Smári að hann hafi staðið sig afar vel.

„Ég hef aldrei séð hann hlaupa jafn mikið enda var hann dauðuppgefinn þegar honum var skipt út af. Enda átti hann frábæran leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×