Robert Horry, leikmaður San Antonio, jafnaði síðustu nótt met Kareem Abdul-Jabbar í NBA-deildinni þegar hann lék sinn 237. leik í úrslitakeppninni.
Horry er 37 ára en hann skoraði tvö stig á tæpum tíu mínútum í leiknum. Hann fær gott tækifæri til að bæta metið þar sem San Antonio mun leika allavega tvo leiki til viðbótar.
Í NBA-deildinni fær maður ekki skráðan leik nema maður spili, það dugir ekki að vera bara á skýrslu.