Erlent

Skip frelsað úr höndum sjóræningja í Sómalíu

Óli Tynes skrifar

Sómalskir hermenn réðust í dag um borð í skip frá Dubai og frelsuðu áhöfn þess úr höndum sjóræningja. Sjóræningjarnir voru handteknir.

Skipið hafði verið leigt til þess að flytja matvæli til Sómalíu. Sjóræningjarnir náðu því á sitt vald í gær.

Í tilkynningu frá yfirvöldum í Sómalíu segir að hermenn hafi ráðist um borð og það hafi orðið stuttur skotbardagi áður en sjóræningjarnir gáfust upp. Ekkert var minnst á mannfall. Sjórán eru tíð undan ströndum Sómalíu.

Spánskt túnveiðiskip með 26 manna áhöfn er nú á valdi sjóræningja. Spánverjar hafa sent freigátu til þess að fylgjast með.

Í síðustu viku handtóku franskir hermenn sex sjóræningja sem höfðu rænt litlu frönsku skemmtiferðaskipi með 30 manna áhöfn.

Gíslarnir sluppu allir ómeiddir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×