Lífið

Stuð á Airwaves - myndir

Hljómsveitin Reykjavík! og Krummi Björgvinsson. MYND/Haukur S. Magnússon.
Hljómsveitin Reykjavík! og Krummi Björgvinsson. MYND/Haukur S. Magnússon.

„Öðlingurinn Krummi Björgvinsson söng í nokkrum lögum á nýrri breiðskífu okkar, „THE BLOOD", sem kemur út snemma í næsta mánuði," segir Haukur S. Magnússon gítarleikari hljómsveitarinnar „Reykjavík!" aðspurður um tónleika hljómsveitarinnar á Airwaves í ár.

„Við erum allir miklir aðdáendur Krumma og því var okkur mikill heiður sýndur þegar hann var til í tuskið, koma í stúdíóið og rymja duglega með okkur."

Hemmi Gunn og Benni Hemm Hemm. MYND/Haukur S. Magnússon.

„Svo rákumst við á Krumma á Boston þar sem við sátum að sumbli fyrir síðari tónleika okkar á Airwaves sem fóru fram á ORGAN við Hafnarstræti, klukkan tvö að nóttu aðfaranótt laugardagsins."

„En þar sat hann nýkominn frá því að syngja með Esju í Listasafninu, og hann var í góðu stuði að koma taka með okkur nokkur lög," segir Haukur sem tók allar meðfylgjandi myndir sem teknar voru á Airwaves 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.