Alvarlegur trúnaðarbrestur orsökin í Bolungarvík 27. apríl 2008 17:15 Frá Bolungarvík. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON Alvarlegur trúnaðarbrestur er ein af ástæðum þess að uppúr slitnaði í meirihlutasamstarfi A-lista og K-lista í Bolungarvík. Fulltrúar A-lista hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er yfir langan aðdraganda slitanna. Þar segir einnig að mikilvægt sé að þeir fulltrúar sem kosnir eða ráðnir eru til trúnaðarstarfa í opinberri stjórnsýslu gæti hófs í orðavali á opinberum vettvangi. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan: Vegna atburða síðastliðinna daga sjáum við fulltrúar A - listans okkur knúin til að koma eftirfarandi á framfæri: Á haustmánuðum 2007 er farið að gæta óánægju innan raða A - lista með samstarf listanna. Þá leggur oddviti fram á fundi A - lista, tillögu meirihlutans að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs. Komu þá upp efasemdaraddir er varða fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Í framhaldi af því óx ólga og óánægja innan A - listans í samstarfinu. Frá þeim tíma er ákvörðun er tekin um framkvæmdir við Félagsheimili Bolungarvíkur, án þess að fjármögnun þess hafði verið tryggð, jókst þrýstingur á oddvita A- listans að endurskoða meirihluta samstarf A - og K - lista. Sá þrýstingur jókst verulega þegar í ljós kom að bæjarsjóður uppfyllti ekki skilyrði lánasjóðs sveitarfélaga fyrir lánveitingu, auk þess að verulegra breytinga fór að gæta á opinberum lánamarkaði. Með því var ljóst að upprunalegar forsendur fyrir framkvæmdum við Félagsheimilið voru brostnar. Varabæjarfulltrúi A - lista hafði á fundi bæjarráðs , óskað eftir að í samningi við verktaka væri ákvæði um framvindu verksins í samræmi við fjármögnun. Í einstökum nefndum bæjarins hefur komið upp trúnaðarbrestur milli meirihlutaaðila og fulltrúar A - lista sniðgengnir í öllu samstarfi innan nefndanna. Vegna þessa munaði minnstu að upp úr samstarfi A - og K - lista slitnaði í vetur. Mikill ágreiningur var milli fulltrúa listanna í umhverfisráði og var haldinn neyðarfundur til að sætta aðila. Tókst að koma í veg fyrir slit en samstarf listanna hefur ekki orðið samt síðan. Segja má að oddviti A - listans hafi framan af haft of mikla trú á að styrkir eða lán úr opinberum sjóðum fengjust fljótlega og þess vegna ekki komið áhyggjum stuðningsmanna sinna nógu vel til skila. Hún hafi enn fremur ekki viljað bóka athugasemdir sem myndu stefna samstarfinu í hættu. Þegar fráfarandi bæjarstjóri gaf út yfirlýsingu varðandi staðsetningu Innheimtustofnunar sveitarfélaga á Flateyri átti forseti bæjarstjórnar (oddviti A-listans) fund með bæjarstjóra og lýsti óánægju sinni með viðbrögð bæjarstjóra. Sú yfirlýsing bæjarstjóra endurspeglaði ekki skoðun meirihluta bæjarstjórnar í því máli enda hafði bæjarstjórn ekki ályktað um málið. Þegar svo oddviti K- lista og jafnframt formaður bæjarráðs ber blak af bæjarstjóra á opinberum vettvangi þrátt fyrir að oddviti A - listans hefði sett ofan í við hann, keyrir um þverbak. Hér verður alvarlegur trúnaðarbrestur milli aðila. Hvergi hefur komið fram hjá fulltrúum A - lista sú fullyrðing að bæjarstjórnarfulltrúar eigi ekki að vera í atvinnurekstri samhliða setu í bæjarstjórn. En samkvæmt sveitastjórnarlögum er skýrt kveðið á um að ef mál tengjast viðkomandi bæjarfulltrúum á einhvern hátt vegna vensla og tengsla ber þeim að víkja. Ávallt skal þetta haft í heiðri. Að framansögðu má vera ljóst að töluverður aðdragandi er að slitum meirihlutasamstarfs A - og K - lista í bæjarstjórn Bolungarvíkur og ekki rétt túlkun að kornið sem fyllti mælinn sé aðalatriðið eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga. Okkur er ljóst að kjósendur hafa mismunandi skoðanir á því hverjir eigi að vera við stjórn sveitarfélagsins, þannig er lýðræðið, en áður en dómur er felldur er nauðsynlegt að þekkja til forsenda og vega og meta hver staða sveitarfélagsins er til lengri tíma litið vegna ákvarðanna og framkvæmda fráfarandi meirihluta. Við hörmum þá neikvæðu umræðu sem fram hefur farið í kjölfar meirihlutaslita og væntum þess að nú linni. Mikilvægt er að þeir fulltrúar sem kosnir eða ráðnir eru til trúnaðarstarfa í opinberri stjórnsýslu gæti hófs í orðavali á opinberum vettvangi. Bolungarvík 27. apríl 2008 Anna Sigríður Jörundsdóttir Guðbjartur Jónsson Guðrún Benediktsdóttir Katrín Gunnarsdóttir Sunna Reyr Sigurjónsdóttir Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Alvarlegur trúnaðarbrestur er ein af ástæðum þess að uppúr slitnaði í meirihlutasamstarfi A-lista og K-lista í Bolungarvík. Fulltrúar A-lista hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er yfir langan aðdraganda slitanna. Þar segir einnig að mikilvægt sé að þeir fulltrúar sem kosnir eða ráðnir eru til trúnaðarstarfa í opinberri stjórnsýslu gæti hófs í orðavali á opinberum vettvangi. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan: Vegna atburða síðastliðinna daga sjáum við fulltrúar A - listans okkur knúin til að koma eftirfarandi á framfæri: Á haustmánuðum 2007 er farið að gæta óánægju innan raða A - lista með samstarf listanna. Þá leggur oddviti fram á fundi A - lista, tillögu meirihlutans að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs. Komu þá upp efasemdaraddir er varða fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Í framhaldi af því óx ólga og óánægja innan A - listans í samstarfinu. Frá þeim tíma er ákvörðun er tekin um framkvæmdir við Félagsheimili Bolungarvíkur, án þess að fjármögnun þess hafði verið tryggð, jókst þrýstingur á oddvita A- listans að endurskoða meirihluta samstarf A - og K - lista. Sá þrýstingur jókst verulega þegar í ljós kom að bæjarsjóður uppfyllti ekki skilyrði lánasjóðs sveitarfélaga fyrir lánveitingu, auk þess að verulegra breytinga fór að gæta á opinberum lánamarkaði. Með því var ljóst að upprunalegar forsendur fyrir framkvæmdum við Félagsheimilið voru brostnar. Varabæjarfulltrúi A - lista hafði á fundi bæjarráðs , óskað eftir að í samningi við verktaka væri ákvæði um framvindu verksins í samræmi við fjármögnun. Í einstökum nefndum bæjarins hefur komið upp trúnaðarbrestur milli meirihlutaaðila og fulltrúar A - lista sniðgengnir í öllu samstarfi innan nefndanna. Vegna þessa munaði minnstu að upp úr samstarfi A - og K - lista slitnaði í vetur. Mikill ágreiningur var milli fulltrúa listanna í umhverfisráði og var haldinn neyðarfundur til að sætta aðila. Tókst að koma í veg fyrir slit en samstarf listanna hefur ekki orðið samt síðan. Segja má að oddviti A - listans hafi framan af haft of mikla trú á að styrkir eða lán úr opinberum sjóðum fengjust fljótlega og þess vegna ekki komið áhyggjum stuðningsmanna sinna nógu vel til skila. Hún hafi enn fremur ekki viljað bóka athugasemdir sem myndu stefna samstarfinu í hættu. Þegar fráfarandi bæjarstjóri gaf út yfirlýsingu varðandi staðsetningu Innheimtustofnunar sveitarfélaga á Flateyri átti forseti bæjarstjórnar (oddviti A-listans) fund með bæjarstjóra og lýsti óánægju sinni með viðbrögð bæjarstjóra. Sú yfirlýsing bæjarstjóra endurspeglaði ekki skoðun meirihluta bæjarstjórnar í því máli enda hafði bæjarstjórn ekki ályktað um málið. Þegar svo oddviti K- lista og jafnframt formaður bæjarráðs ber blak af bæjarstjóra á opinberum vettvangi þrátt fyrir að oddviti A - listans hefði sett ofan í við hann, keyrir um þverbak. Hér verður alvarlegur trúnaðarbrestur milli aðila. Hvergi hefur komið fram hjá fulltrúum A - lista sú fullyrðing að bæjarstjórnarfulltrúar eigi ekki að vera í atvinnurekstri samhliða setu í bæjarstjórn. En samkvæmt sveitastjórnarlögum er skýrt kveðið á um að ef mál tengjast viðkomandi bæjarfulltrúum á einhvern hátt vegna vensla og tengsla ber þeim að víkja. Ávallt skal þetta haft í heiðri. Að framansögðu má vera ljóst að töluverður aðdragandi er að slitum meirihlutasamstarfs A - og K - lista í bæjarstjórn Bolungarvíkur og ekki rétt túlkun að kornið sem fyllti mælinn sé aðalatriðið eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga. Okkur er ljóst að kjósendur hafa mismunandi skoðanir á því hverjir eigi að vera við stjórn sveitarfélagsins, þannig er lýðræðið, en áður en dómur er felldur er nauðsynlegt að þekkja til forsenda og vega og meta hver staða sveitarfélagsins er til lengri tíma litið vegna ákvarðanna og framkvæmda fráfarandi meirihluta. Við hörmum þá neikvæðu umræðu sem fram hefur farið í kjölfar meirihlutaslita og væntum þess að nú linni. Mikilvægt er að þeir fulltrúar sem kosnir eða ráðnir eru til trúnaðarstarfa í opinberri stjórnsýslu gæti hófs í orðavali á opinberum vettvangi. Bolungarvík 27. apríl 2008 Anna Sigríður Jörundsdóttir Guðbjartur Jónsson Guðrún Benediktsdóttir Katrín Gunnarsdóttir Sunna Reyr Sigurjónsdóttir
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira