Formúla 1

Barrichello vann kartmót stjarnanna

Felipe Massa og Michael Schumacher hafa keppt í kartrmóti Massa síðustu ár.
Felipe Massa og Michael Schumacher hafa keppt í kartrmóti Massa síðustu ár. mynd: kappakstur.is

Mikill áhugi er á kappakstri í Brasilíu og til marks um það var kartmót með fjölmörgum kappakstursstjörnum í gangi þessa helgi. Felipe Massa hélt árlegt kart-kappakstursmót, sem heimamaðurinn Rubens Barrichello vann, en hann er trúlega á útleið hjá Honda.

Brasilíumaður sem heitir Lucas di Grassi keppti í kartmótinu, en hann keppir um sæti hjá Honda við Bruno Sena og varð annar í karmótinu, en besti árangur úr tveimur umferðum réð úrslitum.

Michael Schumacher var í mótinu og varð fjórði. Af öðrum ökumönnum sem kepptu má nefna Antonio Pizzonia, Tarso Marques, Ricardo Zonta, Luciano Burti, og Luca Badoer þróunarökumann Ferrari.

Enn viðameira mót verður á Wembley 14. desember, en þar mæta margir af bestu kappakstursökumönnum heims og keppa á samhliða braut. Meðal þeirra sem mæta á svæðið verða Lewis Hamilton og Michael Schumacher. Mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×