Viðskipti erlent

Lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði

Frá bandarískum hlutabréfamarkaði.
Frá bandarískum hlutabréfamarkaði. Mynd/AP

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkaði á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Hátt olíuverð á hlut að máli auk þess sem fregnir um slæma fjárhagsstöðu bandarísku fasteignasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac varð til þess að fjárfestar losuðu sig við hlutabréf og færðu fjármuni sína í öruggara skjól.

Þá spilar inn í að afkoma bandarísku risasamstæðunnar General Electric, sem birti afkomutölur sínar í dag, var nokkuð á pari við væntingar.

Frá því hlutabréfamarkaðir opnuðu fyrir stundu hefur Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkað um 0,6 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,5 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×