Stjarnfræðileg útgjöld Shaquille O´Neal 28. janúar 2008 13:40 Shaquille O´Neal eyðir 830 þúsund krónum í mat á mánuði Nordic Photos / Getty Images Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami hefur rakað inn hærri launatekjur en nokkur annar körfuboltamaður í sögunni. Það er kannski eins gott, því mánaðarleg útgjöld hans skipta tugum milljóna. Hann greiðir til dæmis rúmlega 1700 þúsund krónur á mánuði - bara fyrir barnapíur. Nákvæmar upplýsingar um fjárhag miðherjans stóra voru teknar fyrir í fjölmiðlum fyrir nokkru í kjölfar skilnaðar hans við eiginkonuna Shaunie O´Neal. Þau skildu í september eftir fimm ára hjónaband og eiga saman fjögur börn og áttu eitt hvort áður en þau tóku saman. Síðastliðið ár hefur því verið O´Neal erfitt, því auk skilaðarins hefur hann glímt við meiðsli og liði Miami gengur ekkert í NBA deildinni þar sem það tapaði nýverið 15 leikjum í röð. Erfitt ár hjá Shaq O´Neal skorar að meðaltali 14 stig og hirðir 7,8 fráköst í leik - auðveldlega lélegasta ár hins 35 ára gamla miðherja á glæstum ferli. Hann þarf þó ekki að örvænta í peningamálunum, því árslaun hans þetta árið eru í kring um 1400 milljónir króna þegar allt er talið. Fáir ef einhverjir körfuboltamenn í sögunni hafa rakað inn jafn háar tekjur og O´Neal ef tekið er mið af launum fyrir að spila í deildinni (þ.e. fyrir utan auglýsingasamninga og önnur viðskiptaævintýri - Michael Jordan er í algjörum sérflokki þegar kemur að slíku). Oft er sagt að það sé dýrt að vera ríkur og Shaquille O´Neal er mjög gott dæmi um það. Fjárútlát hans eru ótrúleg. 1,6 milljón á mánuði í bensín Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir helstu útgjaldaliði Shaquille O´Neal sem gerðir voru opinberir í kjölfar skilnaðar hans í vetur. Þetta eru tölur sem gætu fengið sjálfa Paris Hilton til að roðna. Athugið að hér er átt við útgjöld á mánuði: Veðskuldabréf: 10,2 milljónir króna á mánuði Sumarfrí: 7,2 milljónir Gjafir: 3,9 milljónir Barnfóstrur: 1,73 milljónir Eldsneyti: 1,6 milljónir Húshjálp: 1,45 milljónir Fatnaður: 1,12 milljónir Matarkostnaður: 832,000 kr Skattur: 32 milljónir NBA Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami hefur rakað inn hærri launatekjur en nokkur annar körfuboltamaður í sögunni. Það er kannski eins gott, því mánaðarleg útgjöld hans skipta tugum milljóna. Hann greiðir til dæmis rúmlega 1700 þúsund krónur á mánuði - bara fyrir barnapíur. Nákvæmar upplýsingar um fjárhag miðherjans stóra voru teknar fyrir í fjölmiðlum fyrir nokkru í kjölfar skilnaðar hans við eiginkonuna Shaunie O´Neal. Þau skildu í september eftir fimm ára hjónaband og eiga saman fjögur börn og áttu eitt hvort áður en þau tóku saman. Síðastliðið ár hefur því verið O´Neal erfitt, því auk skilaðarins hefur hann glímt við meiðsli og liði Miami gengur ekkert í NBA deildinni þar sem það tapaði nýverið 15 leikjum í röð. Erfitt ár hjá Shaq O´Neal skorar að meðaltali 14 stig og hirðir 7,8 fráköst í leik - auðveldlega lélegasta ár hins 35 ára gamla miðherja á glæstum ferli. Hann þarf þó ekki að örvænta í peningamálunum, því árslaun hans þetta árið eru í kring um 1400 milljónir króna þegar allt er talið. Fáir ef einhverjir körfuboltamenn í sögunni hafa rakað inn jafn háar tekjur og O´Neal ef tekið er mið af launum fyrir að spila í deildinni (þ.e. fyrir utan auglýsingasamninga og önnur viðskiptaævintýri - Michael Jordan er í algjörum sérflokki þegar kemur að slíku). Oft er sagt að það sé dýrt að vera ríkur og Shaquille O´Neal er mjög gott dæmi um það. Fjárútlát hans eru ótrúleg. 1,6 milljón á mánuði í bensín Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir helstu útgjaldaliði Shaquille O´Neal sem gerðir voru opinberir í kjölfar skilnaðar hans í vetur. Þetta eru tölur sem gætu fengið sjálfa Paris Hilton til að roðna. Athugið að hér er átt við útgjöld á mánuði: Veðskuldabréf: 10,2 milljónir króna á mánuði Sumarfrí: 7,2 milljónir Gjafir: 3,9 milljónir Barnfóstrur: 1,73 milljónir Eldsneyti: 1,6 milljónir Húshjálp: 1,45 milljónir Fatnaður: 1,12 milljónir Matarkostnaður: 832,000 kr Skattur: 32 milljónir
NBA Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira