Erlent

Eldhnöttur yfir Danmörku

Óli Tynes skrifar
Loftsteinn fer í gegnum gufuhvolfið.
Loftsteinn fer í gegnum gufuhvolfið. MYND/Úr safni.
Mörgum Dananum brá í brún í gærkvöldi þegar mikill eldhnöttur drundi yfir litla landið þeirra. Þetta var loftsteinn og vísindamönnum er mjög í mun að finna leifar hans ef hann hefur komið til jarðar í Danmörku.

Þeir hafa því beðið þá sem sáu steininn að segja frá stefnu hans. Þannig verður hægt að reikna út hvar hann kom niður. Ef hann hefur þá ekki alveg brunnið upp við að koma inn í gufuhvolf jarðar, eins og oft gerist.

Loftsteinninn sást vel með berum augum, en einnig á tveimur stjörnuathugunarstöðvum. Sjaldgæft er að leifar loftsteina finnist í Danmörku en það gerðist þó í Árósum árið 1951.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×