Innlent

Áhafnarmeðlimir á bát í Þorlákshöfn ekki rétt skráðir

MYND/Einar Elíasson

Lögreglan á Selfossi hyggst senda mál sem tengist ólagi á lögskráningu nokkurra manna í áhöfn báts til ákæruvaldsins.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar að hún hafi fengið upplýsingar um málið á föstudag. Við skoðun málsins kom í ljós að í það minnsta sex áhafnarmeðlimir voru ekki lögskráðir á bátinn sem gerður er út frá Þorlákshöfn. Þar vantaði upp á réttindi og námskeið til að uppfylla skilyrði til að geta fengið lögskráningu.

Skipstjóri bátsins var yfirheyrður og mun málið í framhaldinu verða sent til ákæruvalds sem tekur ákvörðun um framhald þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×