Íslenski boltinn

Fastnúmerakerfi tekið upp

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum um helgina að taka upp fastnúmerakerfi í Landsbankadeild kvenna og 1. deild karla, líkt og verið hefur í Landsbankadeild karla.

Enn fremur er nú heimilt að nota númer frá 1-30 í öllum keppnum ellefu manna liða. Yngri flokkum er einnig heimilt að nota númer frá 1-99 en það er gert þar sem leikmenn í yngri flokkum eiga margir hverjir sína eigin treyju.

Þar ríkir þó engin skylda að skrá leikmenn á ákveðin númer, líkt og tíðkast nú í efstu tveimur deildum karla og efstu deild kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×