Vilhjálmur hættir ekki sem borgarfulltrúi 11. febrúar 2008 14:18 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg, sagði á blaðamannafundi í Valhöll í dag að hann hygðist ekki hætta sem borgarfulltrúi en að hann myndi meta stöðu sína á næstunni varðandi það hvort hann tæki við borgarstjórnarstólnum. Blaðamannafundurinn var haldinn í kjölfar fundar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann hófst klukkan hálfeitt og stóð til um það bil tvö en athygli vakti að Vilhjálmur var einn á blaðamannafundinum. Leitt að hafa lent í þessu máli Vilhjálmur sagði borgarfulltrúana hafa farið yfir málið í heild sinni og hvernig það hefði þróast. Hann sagðist skilja megna óánægju í málinu og sjálfstæðismenn gerðu sér grein fyrir að þeir bæru þar sök. Vilhjálmur sagði að hann teldi sig hafa axlað sína ábyrgð þegar sjálfstæðismenn hefðu misst meirihlutann í október. Hann hefði auk þess lagt sig allan fram um að draga allt upp á borð. Honum þætti persónulega mjög leitt að hafa lent í þessu máli. Hann sagðist þó ekki myndu hætta sem borgarfulltrúi.Aðspurður hvort hann myndi taka við sem borgarstjóri sagði Vilhjálmur að málefnasamningur væri í gildi milli sjálfstæðismanna og F-lista þar sem gert væri ráð fyrir að hann tæki við sem borgarstjóri eftir rúmt ár. Hann myndi nota tímann vel á næstunni til að fara yfir stöðuna. Hann tæki það alvarlega ef fólk segði hann rúinn trausti. Hann ætlaði að ræða við félaga sína og borgarbúa. Aðspurður sagði hann félaga sína í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna sátta við þessa niðurstöðu.Vilhjálmur var spurður út í framgöngu sína í Kastljósinu á fimmtudag. Þá sagðist hann hafa talað við borgarlögmann um málefni REI og Geysis Green Energy en daginn eftir sendi hann frá sér yfirlýsingu og sagðist hafa átt við fyrrverandi borgarlögmann, það er Hjörleif Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar. Vilhjálmur viðurkenndi að þetta hefði verið klaufalegt og sagði: „Ég er bara manneskja sem hefur gert mistök," sagði Vilhjálmur. Hann hefði alltaf unnið fyrir Reykjavíkurborg með hagsmuni borgarinnar í huga.Hafði umboð til að samþykkja samningÞá sagði Vilhjálmur að það væri alveg á tæru að hann hefði haft umboð til þess að samþykkja samruna REI og Geysis Green Energy en hann væri sammála því sem fram kæmi í skýrslu stýrihópsins um að það þyrfti að skýra betur stöðuumboð borgarstjóra. Vilhjálmur viðurkenndi að hann hefði átt að tala við núverandi borgarlögmann en það hefði aldrei verið í umræðunni í október að hann hefði ekki umboð til að samþykkja samninginn.Aðspurður hvort borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu lýst yfir stuðningi við hann sagði Vilhjálmur svo vera. Það væri mikil sátt hjá þeim og enginn hefði skorað á hann að draga sig í hlé. Hann þyrfti hins vegar tíma til að skoða sín mál.Gerir ráð fyrir að þetta sé hans síðasta kjörtímabilAðspurður hvort hann hygðist bjóða sig aftur fram í næstu borgarstjórnarkosningum, sem verða eftir rúm tvö ár, sagði Vilhjálmur að hann gerði ráð fyrir að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil.Vilhjálmur sagðist hafa ráðfært sig við Geir H. Haarde, formann Sjálfstæðisflokksins í málinu. Þeir hefðu ræðst saman um helgina og í morgun.Vilhjálmur var þráspurður um það hvort hann hygðist stíga til hliðar sem borgarstjóraefni flokksins en hann vildi ekki tjá sig um það. „Það er ekki stóra málið hvort mín persóna verði borgarstjóri eða ekki," sagði Vilhjálmur. Hann hefði verið borgarfulltrúi í 25 ár og ætlaði að vinna sér traust borgarbúa.Vilhjálmur sagði nýjan meirihluta ekki í hættu og gagnrýndi að aðrir hefðu ekki axlað ábyrgð í málinu. Benti hann á að Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar á stjórnarfundi Orkuveitunnar, hefði ekki gert athugasemdir við sameininguna. Enn fremur sagði hann að Orkuveita Reykjavíkur hefði ekki skaðast á málinu. Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg, sagði á blaðamannafundi í Valhöll í dag að hann hygðist ekki hætta sem borgarfulltrúi en að hann myndi meta stöðu sína á næstunni varðandi það hvort hann tæki við borgarstjórnarstólnum. Blaðamannafundurinn var haldinn í kjölfar fundar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann hófst klukkan hálfeitt og stóð til um það bil tvö en athygli vakti að Vilhjálmur var einn á blaðamannafundinum. Leitt að hafa lent í þessu máli Vilhjálmur sagði borgarfulltrúana hafa farið yfir málið í heild sinni og hvernig það hefði þróast. Hann sagðist skilja megna óánægju í málinu og sjálfstæðismenn gerðu sér grein fyrir að þeir bæru þar sök. Vilhjálmur sagði að hann teldi sig hafa axlað sína ábyrgð þegar sjálfstæðismenn hefðu misst meirihlutann í október. Hann hefði auk þess lagt sig allan fram um að draga allt upp á borð. Honum þætti persónulega mjög leitt að hafa lent í þessu máli. Hann sagðist þó ekki myndu hætta sem borgarfulltrúi.Aðspurður hvort hann myndi taka við sem borgarstjóri sagði Vilhjálmur að málefnasamningur væri í gildi milli sjálfstæðismanna og F-lista þar sem gert væri ráð fyrir að hann tæki við sem borgarstjóri eftir rúmt ár. Hann myndi nota tímann vel á næstunni til að fara yfir stöðuna. Hann tæki það alvarlega ef fólk segði hann rúinn trausti. Hann ætlaði að ræða við félaga sína og borgarbúa. Aðspurður sagði hann félaga sína í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna sátta við þessa niðurstöðu.Vilhjálmur var spurður út í framgöngu sína í Kastljósinu á fimmtudag. Þá sagðist hann hafa talað við borgarlögmann um málefni REI og Geysis Green Energy en daginn eftir sendi hann frá sér yfirlýsingu og sagðist hafa átt við fyrrverandi borgarlögmann, það er Hjörleif Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar. Vilhjálmur viðurkenndi að þetta hefði verið klaufalegt og sagði: „Ég er bara manneskja sem hefur gert mistök," sagði Vilhjálmur. Hann hefði alltaf unnið fyrir Reykjavíkurborg með hagsmuni borgarinnar í huga.Hafði umboð til að samþykkja samningÞá sagði Vilhjálmur að það væri alveg á tæru að hann hefði haft umboð til þess að samþykkja samruna REI og Geysis Green Energy en hann væri sammála því sem fram kæmi í skýrslu stýrihópsins um að það þyrfti að skýra betur stöðuumboð borgarstjóra. Vilhjálmur viðurkenndi að hann hefði átt að tala við núverandi borgarlögmann en það hefði aldrei verið í umræðunni í október að hann hefði ekki umboð til að samþykkja samninginn.Aðspurður hvort borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu lýst yfir stuðningi við hann sagði Vilhjálmur svo vera. Það væri mikil sátt hjá þeim og enginn hefði skorað á hann að draga sig í hlé. Hann þyrfti hins vegar tíma til að skoða sín mál.Gerir ráð fyrir að þetta sé hans síðasta kjörtímabilAðspurður hvort hann hygðist bjóða sig aftur fram í næstu borgarstjórnarkosningum, sem verða eftir rúm tvö ár, sagði Vilhjálmur að hann gerði ráð fyrir að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil.Vilhjálmur sagðist hafa ráðfært sig við Geir H. Haarde, formann Sjálfstæðisflokksins í málinu. Þeir hefðu ræðst saman um helgina og í morgun.Vilhjálmur var þráspurður um það hvort hann hygðist stíga til hliðar sem borgarstjóraefni flokksins en hann vildi ekki tjá sig um það. „Það er ekki stóra málið hvort mín persóna verði borgarstjóri eða ekki," sagði Vilhjálmur. Hann hefði verið borgarfulltrúi í 25 ár og ætlaði að vinna sér traust borgarbúa.Vilhjálmur sagði nýjan meirihluta ekki í hættu og gagnrýndi að aðrir hefðu ekki axlað ábyrgð í málinu. Benti hann á að Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar á stjórnarfundi Orkuveitunnar, hefði ekki gert athugasemdir við sameininguna. Enn fremur sagði hann að Orkuveita Reykjavíkur hefði ekki skaðast á málinu.
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent