Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn kominn ofan í kjallara

Breki Logason skrifar
Dagur B Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar.
Dagur B Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar.

„Mér fannst þetta í raun bara raunarlegt og áframhald af þeirri dapurlegu málsvörn sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur viðhaft síðustu daga," sagði Dagur B Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar eftir blaðamannafund Vilhjálms Þ Vilhjálmssonar í Valhöll fyrr í dag.

„Enn og aftur sýnist mér að hagsmunir borgarinnar og þeirra sem eiga að skipta mestu máli hafi verið víðsfjarri. Sjálfstæðisflokkurinn lokaði sig af yfir helgi til þess að gera ég veit ekki hvað og því hef ég í raun vaxandi áhyggjur af stöðunni og stjórn borgarinnar við þessar aðstæður," segir Dagur.

Hann segir Sjálfstæðismenn vera að ýta á undan sér hlutunum án þess að taka á nokkrum sköpuðum hlut og þar sé hann ekki bara að tala um Vilhjálm.

„Þetta á ekki síður við hina sem fóru út um kjallaradyrnar. Flokkurinn virðist vera í svo miklum molum að hann er bara kominn ofan í kjalla og það er þeim efst í huga að flýja út um bakdyrnar svo það sjáist ekki til þeirra. Meðan svo er þá gerist ekki mikið merkilegt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×