Innlent

Óshlíð lokað vegna snjóflóðahættu

Veginum um Óshlíð hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu. Vegagerðin biður vegfarendur að vera ekki á þar á ferð að nauðsynjalausu.

Vegagerðin segir einnig að vegna slæms veðurs á Vestfjörðum og Vesturlandi megi búast við að færð versni þegar líða fer á kvöldið.

Það er hálka og éljagangur á Hellisheiði, í Þrengslum og á Sandskeiði. Á Suðurlandi eru víðast hvar hálkublettir en þó er hálka í uppsveitum Árnessýslu.

Á Vesturlandi er hálka og skafrenningur á Fróðárheiði og á Vatnaleið. Á Bröttubrekku er þungfært. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði.

Hálka er á flestum leiðum á Vestfjörðum og éljagang á stöku stað, skafrenningur er á Ströndum og á sunnaverðum Vestfjörðum. Þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði og slæmt veður einnig á Hálfdáni og búast má við að þar muni færð þyngjast eftir að þjónustu líkur.

Norðan- og austanlands er víðast hvar hálka eða hálkublettir. Flughált er á Sandvíkurheiði. Hálka og skafrenningur er á Mývatnsöræfum og á Vopnafjarðarheiði.

Suðaustanlands er víða snjóþekja eða krapi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×