Innlent

Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna svara ríkisstjórninni

Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landsamtaka Lífeyrissjóða. MYND/Þorvaldur Ö. Kristmundsson
Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landsamtaka Lífeyrissjóða. MYND/Þorvaldur Ö. Kristmundsson

Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna eru mættir í ráðherrabústaðinn með svar við tilmælum sem þeir hafa fengið frá ríkisstjórninni og aðgerðaráætlun um það hvernig hægt verði að bregðast við. Ríkisstjórnin hefur fundað með fulltrúum atvinnulífsins og seðlabankastjóra í allan dag.

Sú hugmynd var nefnd til sögunnar fyrir helgi að lífeyrissjóðirnir myndu færa erlendar eignir sínar heim til að auka gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar. Erlendar eignir þeirra nema 500 milljörðum íslenskra króna.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×