Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Eiður Þór Árnason skrifar 6. janúar 2025 07:27 Framræst mýri á Brekku á Ingjaldssandi áður en ráðist var þar í endurheimt votlendis. Votlendissjóður Ísland losar margfalt meira magn gróðurhúsalofttegunda en önnur Norðurlönd miðað við höfðatölu og munar þar mestu um losun frá framræstu landi. Þá metur Votlendissjóður að um 45 prósent af heildarlosun Íslands stafi frá framræstu votlendi sem ekki er í landbúnaðarnotkun. Þrátt fyrir þetta hefur gengið erfiðlega að fá ónotað land til að breyta aftur í mýri á sama tíma og stjórnvöld keppast við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mikil töf hefur orðið á vottun kolefniseininga Votlendissjóðs sem er ætlað að auka fjárhagslegan hvata landeigenda sem vilja endurheimta votlendi. Vonir voru bundnar við að vottuð endurheimt gæti hafist fyrir lok ársins 2023 en í dag eru enn minnst tvö ár þar til það verður mögulegt. Endurheimt votlendi á Hamraendum á Snæfellsnesi.Votlendissjóður Um hvað snýst endurheimt votlendis? Framræst votlendi er mýri sem hefur verið þurrkuð upp með skurðum. „Þegar vatnsstaðan lækkar þá kemst súrefni að jarðveginum og hann byrjar að rotna en við það losna gróðurhúsalofttegundir,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs. Miðað sé við að endurheimt eins hektara af votlendi, sem er svipað og einn fótboltavöllur, jafngildi því að stöðva árlega losun rúmlega tíu bifreiða. Þetta er gert með því að fylla aftur upp í skurðina á landinu en endurheimt votlendis er einnig leið til að auka líffræðilega fjölbreytni á borð við gróður og fuglalíf sem þrífst í votlendi. „Það eru bæði hellingur af alþjóðlegum og innlendum rannsóknum sem sýna það að þegar þú breytir landi aftur í mýri þá stoppar það losun á gróðurhúsalofttegundum,“ segir Ingunn. Um sé að ræða töluvert magn. Mun meiri losun á Íslandi Nettólosun gróðurhúsalofttegunda nam 33 tonnum koldíoxíðígilda á hvern íbúa á Íslandi árið 2022 en til samanburðar eru önnur Norðurlönd með nettólosun undir 10 tonnum á mann. Þetta sýna tölur Umhverfis- og orkustofnunar sem bendir á að þennan mismun megi að stórum hluta skýra með óvenjumikilli losun vegna landnotkunar á Íslandi og þá einkum frá þurrkuðu votlendi. Ef öll losun frá landnotkun væri undanskilin (sem inniheldur meðal annars framræst votlendi) reiknast losun Íslands um 12 tonn á mann. Mikil losun frá landi er ekki eina skýringin á því að meira magn gróðurhúsalofttegunda er losað á hvern íbúa á Íslandi. Rannsókn bendir til að útblástur tengdur bifreiðanotkun, ferðalögum, vörum og þjónustu sé meiri hjá meðal íbúa hér en í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Losun gróðurhúsalofttegunda vegna landnotkunar er langstærsti þátturinn í losunarbókhaldi Íslands. Meirihluti losunar frá landnotkun stafar af framræstu votlendi.Umhverfis- og orkustofnun Loftslagsráð segir umtalsverða möguleika felast í því að auka umfang endurheimtar votlendis og þurrlendis á Íslandi auk skógræktar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu í jarðvegi og gróðri. Ingunn Agnes Kro, formaður stjórnar Votlendissjóðs, segir það annan kost við endurheimt votlendis að áhrifin sjáist á mjög stuttum tíma. „Frá því að þú ert búin að fylla upp í skurðina og hækka vatnsstöðuna þá gerist það bara innan daga eða vikna að losunin minnkar. Þannig að þetta er rosalega skjótvirk aðferð til að minnka losun á gróðurhúsalofttegundum.“ Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs.vísir/vilhelm Fá hærra verð fyrir vottaðar einingar Ingunn segir markmiðið með því að fá vottun fyrir kolefniseiningar að gera landeigendum auðveldara með að fjármagna slík endurheimtarverkefni á mörkuðum með kolefniseiningar. Þá fáist yfirleitt hærra verð fyrir vottaðar einingar. „Því miður, af því að maður er rosalega óþolinmóður í þessum málum, þá tekur vottunarferlið bara ákveðið langan tíma.“ Ingunn áréttar að sama hvað vottun líði geti landeigendur sem vilji stöðva losun úr jörðum sínum ráðist í slík verkefni strax og leitað ráðgjafar hjá Votlendissjóði. Fyllt var í skurði við Krísuvíkur- og Bleiksmýri í Hafnarfirði árið 2019 til að endurheimta votlendi á svæðinu. Tafir hjá Landi og skógi Að sögn Ingunnar voru vonir bundnar við að ljúka alþjóðlega vottunarferlinu á skemmri tíma en svo hafi leiðin að því markmiði breyst. Votlendissjóður vinni náið með sérfræðingum hjá Landi og skógi (sem hét áður Landgræðslan) og hafi upphaflega ætlað að vinna með stofnunni að því að fá alþjóðlega vottun á kolefniseiningar sínar frá Verra, erlendum samtökum sem eru stórtæk í slíkum verkefnum. Forsvarsmenn Lands og skógar hafi síðar ákveðið að breyta um stefnu og búa til sitt eigið séríslenska vottunarkerfi. Stjórn Votlendissjóðs hafi hins vegar valið að halda sig við það að fá erlenda vottun en biðin eftir ákvörðun Lands og skógar hafi tafið þetta ferli. „Allir eru náttúrulega að reyna að gera þetta sem best og skynsamlegast og stundum fer þá bara lengri tími í ákvörðunartökuna í staðinn fyrir að hlaupa af stað og skipta um hest einhvern veginn í miðri á.“ „Þannig að ég hef alveg skilning á því en svo er maður náttúrulega samt óþolinmóður,“ bætir Ingunn við. Gangi allt eftir muni landeigendur sem ráðast í endurheimt votlendis því geta valið á milli innlendrar og alþjóðlegrar vottunar. Votlendissjóður er sjálfseignarstofnun sem er ekki á fjárlögum og ákvað stjórn hennar í byrjun 2023 að draga úr starfsemi þar til vottunin væri loks í höfn. Kolefnisjöfnun og kolefniseiningar Verkefni sem mynda kolefniseiningar eiga ýmist að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda eða fjarlægja þær úr andrúmsloftinu. Hver eining á að samsvara sönnun þess að losun á einu tonni koldíoxíðsígilda út í andrúmsloftið hafi sparast og geta kaupendur slíkra eininga í staðinn talið það frá losun úr eigin starfsemi. Þetta kallast kolefnisjöfnun. Nokkuð hefur verið deilt um ágæti valkvæðra kolefnismarkaða síðustu ár og ljósi varpað á verkefni sem stóðu ekki undir samdráttartölum og tilvik þar sem binding var tvítalin. Hefur þetta leitt til þess að meiri kröfur eru gerðar til vottana sem er ætlað að sannreyna og auka traust á kolefniseiningaverkefnum. Þá hafa fyrirtæki stundum verið gagnrýnd fyrir að nota kolefniseiningakaup til að draga úr losun sinni á pappír í stað þess að draga meira úr losun frá eigin starfsemi. Þurrkuðum upp land með aðstoð Bandaríkjastjórnar Stuðningur Bandaríkjamanna eftir seinni heimsstyrjöldina skýrir að hluta mikið magn framræsts votlendis á Íslandi. „Með Marshall-styrknum þá fengu Íslendingar styrki til þess að rækta upp landið og það var farið í mjög mikla þurrkun á landi, meira heldur en var þörf á út frá landbúnaðinum og landeigendur fengu greitt fyrir það þannig eðlilega var farið í þetta af fullum krafti,“ segir Ingunn. „Þar af leiðandi erum við á Íslandi með ákveðna sérstöðu í því að við erum með miklu meira af þurrkuðu landi sem er ekki í notkun heldur en annars staðar í heiminum.“ Votlendi hefur meðal annars verið framræst til að nýta jarðir í landbúnaði.Vísir/RAX Hún tekur fram að ekki sé til umræðu að taka land úr landbúnaðarnotkun eða eitthvað slíkt til að endurheimta votlendi. „Við þurfum auðvitað að hafa landbúnað, matvælaframleiðslu og matvælaöryggi en við erum bara að horfa á einhverja móa sem eru ekki í notkun og eru svo borðleggjandi tækifæri til að minnka losun gróðurhúsaloftegunda á einfaldan hátt,“ nefnir Ingunn. Landeigendur haldi að sér höndum Ingunn segir að áhugi Votlendissjóðs liggi ekki á sölu kolefniseininga heldur á endurheimtinni sjálfri og því að búa til umhverfi sem hvetur fólk til að ráðast í slík verkefni. „Það er bara misjafnt hvað fær fólk til að fara í endurheimt. Fyrir suma er það kannski þessi möguleiki á að geta hagnast á jörðinni sinni, sem er bara eðlilegur hlutur og ef fólk vill geta selt erlendis eða hefur meiri trú á alþjóðlegu vottuninni þá erum við að reyna að búa til þann möguleika fyrir landeigendur.“ Votlendissjóður hafi ekki átt í miklum vandræðum með að fjármagna sig með aðstoð íslenskra aðila en það hafi verið orðið erfitt að fá jarðir til að endurheimta. Ingunn Agnes Kro, formaður stjórnar Votlendissjóðs.Vísir/vilhelm „Ég hef bara fullan skilning á því að ef þú ert landeigandi og þú veist að það er eitthvað að fara að breytast í umhverfinu þínu þar sem þú getur haft meiri arð af jörðinni þinni þá heldur þú mögulega að þér höndum.“ Bætir Ingunn við að sumir landeigendur velti einnig fyrir sér hvort stjórnvöld hyggist styrkja endurheimt votlendis í náinni framtíð. Alltaf hægt að þurrka landið aftur ef þarf Votlendissjóður vinnur nú að því með verkfræðistofunni Eflu að búa til þá vottuðu verkferla sem þörf er á, að sögn Ingunnar. Þegar það sé tilbúið þurfi að fara með minnst eina jörð í gegnum vottunarferlið og vonast sé til að sá hluti geti hafist næsta sumar. „Það tekur alveg tvö sumur við mælingar áður en farið er í framkvæmdina þannig að við erum að horfa á að vottunarferlinu verði ekki lokið innan tveggja ára,“ segir Ingunn. Eftir að votlendi hefur verið endurheimt er hægt að þurrka land upp aftur til að nýta það í jarðrækt.Vísir/RAX Vottunin kallar einnig á að rannsóknir á losun frá framræstu votlendi á Íslandi hafi verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum fræðiritum. Þetta skortir að sögn Ingunnar þrátt fyrir að ýmsar rannsóknir hafi þegar verið gerðar af innlendum sérfræðingum. Ingunn ítrekar að þrátt fyrir þetta allt sé hægt að fara í framkvæmdir núna og bendir á að endurheimt votlendis sé ekki varanleg aðgerð. Alltaf sé hægt að þurrka mýrina upp aftur til að nýta landið. „Í raun og veru geymast öll næringarefnin í landinu betur sem mýri en sem tún. Þannig ef þú ert ekki að nota eitthvað land þá er þetta frábær geymslukostur. Þá losar það ekki gróðurhúsalofttegundir í sama magni.“ Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum. 1. febrúar 2023 10:31 Stöðvuðu losun frá votlendi á við 720 bíla Endurheimt votlendis á fjórðum jörðum á vegum Votlendissjóðs í fyrra stöðvaði losun gróðurhúsalofttegunda sem jafnaðist á við að fjarlægja 720 bíla úr umferð í heilt ár. Ný stjórn tók við hjá sjóðnum á ársfundi hans í dag. 11. júní 2020 20:34 Eina framkvæmd Votlendissjóðs á þessu vori Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. 23. apríl 2020 21:00 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Þrátt fyrir þetta hefur gengið erfiðlega að fá ónotað land til að breyta aftur í mýri á sama tíma og stjórnvöld keppast við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mikil töf hefur orðið á vottun kolefniseininga Votlendissjóðs sem er ætlað að auka fjárhagslegan hvata landeigenda sem vilja endurheimta votlendi. Vonir voru bundnar við að vottuð endurheimt gæti hafist fyrir lok ársins 2023 en í dag eru enn minnst tvö ár þar til það verður mögulegt. Endurheimt votlendi á Hamraendum á Snæfellsnesi.Votlendissjóður Um hvað snýst endurheimt votlendis? Framræst votlendi er mýri sem hefur verið þurrkuð upp með skurðum. „Þegar vatnsstaðan lækkar þá kemst súrefni að jarðveginum og hann byrjar að rotna en við það losna gróðurhúsalofttegundir,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs. Miðað sé við að endurheimt eins hektara af votlendi, sem er svipað og einn fótboltavöllur, jafngildi því að stöðva árlega losun rúmlega tíu bifreiða. Þetta er gert með því að fylla aftur upp í skurðina á landinu en endurheimt votlendis er einnig leið til að auka líffræðilega fjölbreytni á borð við gróður og fuglalíf sem þrífst í votlendi. „Það eru bæði hellingur af alþjóðlegum og innlendum rannsóknum sem sýna það að þegar þú breytir landi aftur í mýri þá stoppar það losun á gróðurhúsalofttegundum,“ segir Ingunn. Um sé að ræða töluvert magn. Mun meiri losun á Íslandi Nettólosun gróðurhúsalofttegunda nam 33 tonnum koldíoxíðígilda á hvern íbúa á Íslandi árið 2022 en til samanburðar eru önnur Norðurlönd með nettólosun undir 10 tonnum á mann. Þetta sýna tölur Umhverfis- og orkustofnunar sem bendir á að þennan mismun megi að stórum hluta skýra með óvenjumikilli losun vegna landnotkunar á Íslandi og þá einkum frá þurrkuðu votlendi. Ef öll losun frá landnotkun væri undanskilin (sem inniheldur meðal annars framræst votlendi) reiknast losun Íslands um 12 tonn á mann. Mikil losun frá landi er ekki eina skýringin á því að meira magn gróðurhúsalofttegunda er losað á hvern íbúa á Íslandi. Rannsókn bendir til að útblástur tengdur bifreiðanotkun, ferðalögum, vörum og þjónustu sé meiri hjá meðal íbúa hér en í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Losun gróðurhúsalofttegunda vegna landnotkunar er langstærsti þátturinn í losunarbókhaldi Íslands. Meirihluti losunar frá landnotkun stafar af framræstu votlendi.Umhverfis- og orkustofnun Loftslagsráð segir umtalsverða möguleika felast í því að auka umfang endurheimtar votlendis og þurrlendis á Íslandi auk skógræktar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu í jarðvegi og gróðri. Ingunn Agnes Kro, formaður stjórnar Votlendissjóðs, segir það annan kost við endurheimt votlendis að áhrifin sjáist á mjög stuttum tíma. „Frá því að þú ert búin að fylla upp í skurðina og hækka vatnsstöðuna þá gerist það bara innan daga eða vikna að losunin minnkar. Þannig að þetta er rosalega skjótvirk aðferð til að minnka losun á gróðurhúsalofttegundum.“ Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs.vísir/vilhelm Fá hærra verð fyrir vottaðar einingar Ingunn segir markmiðið með því að fá vottun fyrir kolefniseiningar að gera landeigendum auðveldara með að fjármagna slík endurheimtarverkefni á mörkuðum með kolefniseiningar. Þá fáist yfirleitt hærra verð fyrir vottaðar einingar. „Því miður, af því að maður er rosalega óþolinmóður í þessum málum, þá tekur vottunarferlið bara ákveðið langan tíma.“ Ingunn áréttar að sama hvað vottun líði geti landeigendur sem vilji stöðva losun úr jörðum sínum ráðist í slík verkefni strax og leitað ráðgjafar hjá Votlendissjóði. Fyllt var í skurði við Krísuvíkur- og Bleiksmýri í Hafnarfirði árið 2019 til að endurheimta votlendi á svæðinu. Tafir hjá Landi og skógi Að sögn Ingunnar voru vonir bundnar við að ljúka alþjóðlega vottunarferlinu á skemmri tíma en svo hafi leiðin að því markmiði breyst. Votlendissjóður vinni náið með sérfræðingum hjá Landi og skógi (sem hét áður Landgræðslan) og hafi upphaflega ætlað að vinna með stofnunni að því að fá alþjóðlega vottun á kolefniseiningar sínar frá Verra, erlendum samtökum sem eru stórtæk í slíkum verkefnum. Forsvarsmenn Lands og skógar hafi síðar ákveðið að breyta um stefnu og búa til sitt eigið séríslenska vottunarkerfi. Stjórn Votlendissjóðs hafi hins vegar valið að halda sig við það að fá erlenda vottun en biðin eftir ákvörðun Lands og skógar hafi tafið þetta ferli. „Allir eru náttúrulega að reyna að gera þetta sem best og skynsamlegast og stundum fer þá bara lengri tími í ákvörðunartökuna í staðinn fyrir að hlaupa af stað og skipta um hest einhvern veginn í miðri á.“ „Þannig að ég hef alveg skilning á því en svo er maður náttúrulega samt óþolinmóður,“ bætir Ingunn við. Gangi allt eftir muni landeigendur sem ráðast í endurheimt votlendis því geta valið á milli innlendrar og alþjóðlegrar vottunar. Votlendissjóður er sjálfseignarstofnun sem er ekki á fjárlögum og ákvað stjórn hennar í byrjun 2023 að draga úr starfsemi þar til vottunin væri loks í höfn. Kolefnisjöfnun og kolefniseiningar Verkefni sem mynda kolefniseiningar eiga ýmist að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda eða fjarlægja þær úr andrúmsloftinu. Hver eining á að samsvara sönnun þess að losun á einu tonni koldíoxíðsígilda út í andrúmsloftið hafi sparast og geta kaupendur slíkra eininga í staðinn talið það frá losun úr eigin starfsemi. Þetta kallast kolefnisjöfnun. Nokkuð hefur verið deilt um ágæti valkvæðra kolefnismarkaða síðustu ár og ljósi varpað á verkefni sem stóðu ekki undir samdráttartölum og tilvik þar sem binding var tvítalin. Hefur þetta leitt til þess að meiri kröfur eru gerðar til vottana sem er ætlað að sannreyna og auka traust á kolefniseiningaverkefnum. Þá hafa fyrirtæki stundum verið gagnrýnd fyrir að nota kolefniseiningakaup til að draga úr losun sinni á pappír í stað þess að draga meira úr losun frá eigin starfsemi. Þurrkuðum upp land með aðstoð Bandaríkjastjórnar Stuðningur Bandaríkjamanna eftir seinni heimsstyrjöldina skýrir að hluta mikið magn framræsts votlendis á Íslandi. „Með Marshall-styrknum þá fengu Íslendingar styrki til þess að rækta upp landið og það var farið í mjög mikla þurrkun á landi, meira heldur en var þörf á út frá landbúnaðinum og landeigendur fengu greitt fyrir það þannig eðlilega var farið í þetta af fullum krafti,“ segir Ingunn. „Þar af leiðandi erum við á Íslandi með ákveðna sérstöðu í því að við erum með miklu meira af þurrkuðu landi sem er ekki í notkun heldur en annars staðar í heiminum.“ Votlendi hefur meðal annars verið framræst til að nýta jarðir í landbúnaði.Vísir/RAX Hún tekur fram að ekki sé til umræðu að taka land úr landbúnaðarnotkun eða eitthvað slíkt til að endurheimta votlendi. „Við þurfum auðvitað að hafa landbúnað, matvælaframleiðslu og matvælaöryggi en við erum bara að horfa á einhverja móa sem eru ekki í notkun og eru svo borðleggjandi tækifæri til að minnka losun gróðurhúsaloftegunda á einfaldan hátt,“ nefnir Ingunn. Landeigendur haldi að sér höndum Ingunn segir að áhugi Votlendissjóðs liggi ekki á sölu kolefniseininga heldur á endurheimtinni sjálfri og því að búa til umhverfi sem hvetur fólk til að ráðast í slík verkefni. „Það er bara misjafnt hvað fær fólk til að fara í endurheimt. Fyrir suma er það kannski þessi möguleiki á að geta hagnast á jörðinni sinni, sem er bara eðlilegur hlutur og ef fólk vill geta selt erlendis eða hefur meiri trú á alþjóðlegu vottuninni þá erum við að reyna að búa til þann möguleika fyrir landeigendur.“ Votlendissjóður hafi ekki átt í miklum vandræðum með að fjármagna sig með aðstoð íslenskra aðila en það hafi verið orðið erfitt að fá jarðir til að endurheimta. Ingunn Agnes Kro, formaður stjórnar Votlendissjóðs.Vísir/vilhelm „Ég hef bara fullan skilning á því að ef þú ert landeigandi og þú veist að það er eitthvað að fara að breytast í umhverfinu þínu þar sem þú getur haft meiri arð af jörðinni þinni þá heldur þú mögulega að þér höndum.“ Bætir Ingunn við að sumir landeigendur velti einnig fyrir sér hvort stjórnvöld hyggist styrkja endurheimt votlendis í náinni framtíð. Alltaf hægt að þurrka landið aftur ef þarf Votlendissjóður vinnur nú að því með verkfræðistofunni Eflu að búa til þá vottuðu verkferla sem þörf er á, að sögn Ingunnar. Þegar það sé tilbúið þurfi að fara með minnst eina jörð í gegnum vottunarferlið og vonast sé til að sá hluti geti hafist næsta sumar. „Það tekur alveg tvö sumur við mælingar áður en farið er í framkvæmdina þannig að við erum að horfa á að vottunarferlinu verði ekki lokið innan tveggja ára,“ segir Ingunn. Eftir að votlendi hefur verið endurheimt er hægt að þurrka land upp aftur til að nýta það í jarðrækt.Vísir/RAX Vottunin kallar einnig á að rannsóknir á losun frá framræstu votlendi á Íslandi hafi verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum fræðiritum. Þetta skortir að sögn Ingunnar þrátt fyrir að ýmsar rannsóknir hafi þegar verið gerðar af innlendum sérfræðingum. Ingunn ítrekar að þrátt fyrir þetta allt sé hægt að fara í framkvæmdir núna og bendir á að endurheimt votlendis sé ekki varanleg aðgerð. Alltaf sé hægt að þurrka mýrina upp aftur til að nýta landið. „Í raun og veru geymast öll næringarefnin í landinu betur sem mýri en sem tún. Þannig ef þú ert ekki að nota eitthvað land þá er þetta frábær geymslukostur. Þá losar það ekki gróðurhúsalofttegundir í sama magni.“
Um hvað snýst endurheimt votlendis? Framræst votlendi er mýri sem hefur verið þurrkuð upp með skurðum. „Þegar vatnsstaðan lækkar þá kemst súrefni að jarðveginum og hann byrjar að rotna en við það losna gróðurhúsalofttegundir,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs. Miðað sé við að endurheimt eins hektara af votlendi, sem er svipað og einn fótboltavöllur, jafngildi því að stöðva árlega losun rúmlega tíu bifreiða. Þetta er gert með því að fylla aftur upp í skurðina á landinu en endurheimt votlendis er einnig leið til að auka líffræðilega fjölbreytni á borð við gróður og fuglalíf sem þrífst í votlendi. „Það eru bæði hellingur af alþjóðlegum og innlendum rannsóknum sem sýna það að þegar þú breytir landi aftur í mýri þá stoppar það losun á gróðurhúsalofttegundum,“ segir Ingunn. Um sé að ræða töluvert magn.
Kolefnisjöfnun og kolefniseiningar Verkefni sem mynda kolefniseiningar eiga ýmist að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda eða fjarlægja þær úr andrúmsloftinu. Hver eining á að samsvara sönnun þess að losun á einu tonni koldíoxíðsígilda út í andrúmsloftið hafi sparast og geta kaupendur slíkra eininga í staðinn talið það frá losun úr eigin starfsemi. Þetta kallast kolefnisjöfnun. Nokkuð hefur verið deilt um ágæti valkvæðra kolefnismarkaða síðustu ár og ljósi varpað á verkefni sem stóðu ekki undir samdráttartölum og tilvik þar sem binding var tvítalin. Hefur þetta leitt til þess að meiri kröfur eru gerðar til vottana sem er ætlað að sannreyna og auka traust á kolefniseiningaverkefnum. Þá hafa fyrirtæki stundum verið gagnrýnd fyrir að nota kolefniseiningakaup til að draga úr losun sinni á pappír í stað þess að draga meira úr losun frá eigin starfsemi.
Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum. 1. febrúar 2023 10:31 Stöðvuðu losun frá votlendi á við 720 bíla Endurheimt votlendis á fjórðum jörðum á vegum Votlendissjóðs í fyrra stöðvaði losun gróðurhúsalofttegunda sem jafnaðist á við að fjarlægja 720 bíla úr umferð í heilt ár. Ný stjórn tók við hjá sjóðnum á ársfundi hans í dag. 11. júní 2020 20:34 Eina framkvæmd Votlendissjóðs á þessu vori Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. 23. apríl 2020 21:00 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum. 1. febrúar 2023 10:31
Stöðvuðu losun frá votlendi á við 720 bíla Endurheimt votlendis á fjórðum jörðum á vegum Votlendissjóðs í fyrra stöðvaði losun gróðurhúsalofttegunda sem jafnaðist á við að fjarlægja 720 bíla úr umferð í heilt ár. Ný stjórn tók við hjá sjóðnum á ársfundi hans í dag. 11. júní 2020 20:34
Eina framkvæmd Votlendissjóðs á þessu vori Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. 23. apríl 2020 21:00