Íslenski boltinn

Valur steinlá í Svíþjóð

Valur tapaði í kvöld 5-1 fyrir sænsku meisturunum í Umea í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Sænska liðið hafði yfir 3-0 í hálfleik þar sem Hanna Ljungberg skoraði þrennu.

Í upphafi síðari hálfleiks náði Margrét Lára Viðarsdóttir að klóra í bakkann fyrir Valsstúlkur en Madelaine Edlund og Marta gerðu út um leikinn fyrir sænska liðið.

Valur mætir næst ítalska liðinu Bardolino á laugardaginn, en það vann í kvöld 2-1 sigur Alma frá Kasakstan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×