Stjórnmálamenn kenna öðrum um Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. desember 2008 06:00 Ég get ekki tekið ábyrgð á framferði bankamanna," segir Geir H. Haarde forsætisráðherra í viðtali við amerísku fréttaveituna AP um helgina. Í viðtali Kastljóssins lýsti formaður bankastjórnar Seðlabankans þeirri skoðun að þjóðin ætti ekki að bera kostnað af skuldum „óreiðumanna" í útlöndum. Smám saman er verið að stilla saman strengi. Bankamenn skulu bera ábyrgð á stöðu efnahagsmála hér. „Ég tel mig ekki persónulega ábyrgan," segir Geir við AP. Sökin er annarra, segja þessir háu herrar siglandi hraðbyri með þjóðina í umhverfi hafta, fátæktar og mögulega dollarabúða. Hrundi fjármálakerfið vegna lána til hlutabréfakaupa starfsmanna bankanna, út af háum launum, eða græðgi stjórnenda þeirra og eigenda? Var útrásin slæm? Öðru nær. Vel má vera að einhverjir hlutir þoli illa dagsins ljós og græðgi er gagnrýniverð. En það er líka hroki, öfund og reiði. Staðreyndin er að bankarnir féllu vegna þess að þá skorti lánveitanda til þrautavara. Annars staðar fóru bankar á hausinn vegna þess að þeir fóru óvarlega í lánveitingum eða fjárfestu í ónýtum skuldabréfavöndlum. Hér lifðu bankarnir 13 mánaða eyðimerkurgöngu þar sem dyr voru lokaðar í fjármögnun. Fallnir bandarískir stórbankar þoldu slíkt ástand í tvo til þrjá mánuði. Síðustu ár hefur margoft verið bent á að bankana skorti nauðsynlegt bakland og það mætti gjarnan hafa í huga þegar hafðar eru uppi yfirlýsingar um að fjölmiðlar hafi ekki staðið vaktina. Bent hefur verið á brotalamirnar og leiðir til lausnar. Í hnotskurn voru skilaboðin þau að krónan væri of lítil og baklandið veikt. Þetta vildu ráðamenn ekki viðurkenna og því fór sem fór. Ábyrgðin er þeirra, sama hvað þeir segja. Varðstaða stjórnmála- og embættismanna um krónuna er illskiljanleg. Krónan er örmynt og viðkvæm fyrir árásum. Hún nýtur ekki trausts og sveiflast gífurlega. Hinn kosturinn er að þjóðin blæði fyrir kostnaðarsamt fastgengi og helsi gjaldeyrishafta. Á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í mars var bent á að krónan væri sjálf uppspretta hagsveiflna, í stað þess að vera tæki til að taka á þeim. Um leið var bent á að viðskipti við önnur evruríki myndu stóraukast með aðild Íslands að Myntbandalaginu. Ástæða varðstöðunnar um krónuna virðist eiga rót sína í að með henni er hægt að stýra lýðnum. Með henni er hægt að velta yfir þjóðina kjaraskerðingu til að breiða yfir hagstjórnarmistök. Hún er þægilegt valdatæki. „Atburðarásin haustið 2008 leiddi hins vegar eitt í ljós: Með öllum sínum ókostum var íslensk króna fljótvirkasta og friðsamlegasta tækið til að laga hagkerfið að nýjum aðstæðum. Með gengisfalli krónunnar voru laun snarlækkuð án blóðsúthellinga," skrifaði Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, í Vísbendingu í lok október. Í dag er viðeigandi að velta fyrir sér fullveldinu. Ógnar það fullveldi þjóðarinnar að starfa með öðrum fullvalda þjóðum og nota sameiginlega mynt? Eða er ógnin meiri af því að eftirláta misvitrum stjórnmálamönnum þægilegt tæki til kjaraskerðingar án blóðsúthellinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég get ekki tekið ábyrgð á framferði bankamanna," segir Geir H. Haarde forsætisráðherra í viðtali við amerísku fréttaveituna AP um helgina. Í viðtali Kastljóssins lýsti formaður bankastjórnar Seðlabankans þeirri skoðun að þjóðin ætti ekki að bera kostnað af skuldum „óreiðumanna" í útlöndum. Smám saman er verið að stilla saman strengi. Bankamenn skulu bera ábyrgð á stöðu efnahagsmála hér. „Ég tel mig ekki persónulega ábyrgan," segir Geir við AP. Sökin er annarra, segja þessir háu herrar siglandi hraðbyri með þjóðina í umhverfi hafta, fátæktar og mögulega dollarabúða. Hrundi fjármálakerfið vegna lána til hlutabréfakaupa starfsmanna bankanna, út af háum launum, eða græðgi stjórnenda þeirra og eigenda? Var útrásin slæm? Öðru nær. Vel má vera að einhverjir hlutir þoli illa dagsins ljós og græðgi er gagnrýniverð. En það er líka hroki, öfund og reiði. Staðreyndin er að bankarnir féllu vegna þess að þá skorti lánveitanda til þrautavara. Annars staðar fóru bankar á hausinn vegna þess að þeir fóru óvarlega í lánveitingum eða fjárfestu í ónýtum skuldabréfavöndlum. Hér lifðu bankarnir 13 mánaða eyðimerkurgöngu þar sem dyr voru lokaðar í fjármögnun. Fallnir bandarískir stórbankar þoldu slíkt ástand í tvo til þrjá mánuði. Síðustu ár hefur margoft verið bent á að bankana skorti nauðsynlegt bakland og það mætti gjarnan hafa í huga þegar hafðar eru uppi yfirlýsingar um að fjölmiðlar hafi ekki staðið vaktina. Bent hefur verið á brotalamirnar og leiðir til lausnar. Í hnotskurn voru skilaboðin þau að krónan væri of lítil og baklandið veikt. Þetta vildu ráðamenn ekki viðurkenna og því fór sem fór. Ábyrgðin er þeirra, sama hvað þeir segja. Varðstaða stjórnmála- og embættismanna um krónuna er illskiljanleg. Krónan er örmynt og viðkvæm fyrir árásum. Hún nýtur ekki trausts og sveiflast gífurlega. Hinn kosturinn er að þjóðin blæði fyrir kostnaðarsamt fastgengi og helsi gjaldeyrishafta. Á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í mars var bent á að krónan væri sjálf uppspretta hagsveiflna, í stað þess að vera tæki til að taka á þeim. Um leið var bent á að viðskipti við önnur evruríki myndu stóraukast með aðild Íslands að Myntbandalaginu. Ástæða varðstöðunnar um krónuna virðist eiga rót sína í að með henni er hægt að stýra lýðnum. Með henni er hægt að velta yfir þjóðina kjaraskerðingu til að breiða yfir hagstjórnarmistök. Hún er þægilegt valdatæki. „Atburðarásin haustið 2008 leiddi hins vegar eitt í ljós: Með öllum sínum ókostum var íslensk króna fljótvirkasta og friðsamlegasta tækið til að laga hagkerfið að nýjum aðstæðum. Með gengisfalli krónunnar voru laun snarlækkuð án blóðsúthellinga," skrifaði Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, í Vísbendingu í lok október. Í dag er viðeigandi að velta fyrir sér fullveldinu. Ógnar það fullveldi þjóðarinnar að starfa með öðrum fullvalda þjóðum og nota sameiginlega mynt? Eða er ógnin meiri af því að eftirláta misvitrum stjórnmálamönnum þægilegt tæki til kjaraskerðingar án blóðsúthellinga.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun