Toppliðin í körfunni uggandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2008 16:23 Leikmenn Njarðvíkur á síðasta keppnistímabili. „Það er ekki ósennilegt að erlendir leikmenn okkar verði látnir fara eins og annars staðar," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. Nú þegar hafa þrjú félög í Iceland Express deild karla sagt upp samningum sínum við erlenda leikmenn og þjálfara sína. Þetta eru Snæfell, ÍR og Breiðablik. Vísir ræddi við forsvarsmenn fjögurra toppliða í deildinni - KR, Grindavík, Njarðvík og Keflavík - um ástandið og er ljóst á máli þeirra að útlitið er ekki mikið bjartara hjá þeim félögum. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það verði hér eins og annars staðar. Ég er reyndar ekki enn búinn að hitta stjórnina og það á alfarið eftir að ganga frá þessu," sagði Sigurður sem er þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur. Grannar Keflvíkinga í Njarðvík eru í samskonar stöðu. Tveir erlendir leikmenn eru á mála hjá hvoru liði og sagði Sigurður Hilmar Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, að staðan væri ekki góð. „Stjórnin mun funda í kvöld og þá skýrist þetta. En staðan er ekki góð. Ég vil ekki segja of mikið áður en ég ræði við liðið en það liggur fyrir að það sé allt í frosti hjá styktaraðilum okkar." Forsvarsmenn Grindavíkur og KR tóku í svipaðan streng. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði að erfiðara væri nú að ná í nýjan pening til að setja í starf deildarinnar. „Við ætlum ekki að örvænta. Það er stjórnarfundur á eftir þar sem þessi mál verða rædd. En við munum vitanlega líta til þess hvað önnur lið ætla að gera, þá sérstaklega suðurnesjaliðin." Óli Björn Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, sagði félagið þegar hafa skorið niður mikinn kostnað frá síðasta ári. „Við vorum með fimm erlenda leikmenn í fyrra en erum nú með tvo. Annan í karlaliðinu og hinn í kvennaliðinu. Við gerðum áætlun í sumar sem við erum enn að fylgja og stöndum enn við." „Það sem ég og sjálfsagt allir aðrir eru mest hræddir við að styrktaraðilar okkar geti ekki staðið við sínar skuldbindingar. Þeir eru allir af vilja gerðir en hafa kannski í nánustu framtíð einfaldlega ekki peningana til að geta staðið við gerða samninga." Til tals hefur komið að kalla saman aukaþing KKÍ til að setja nýjar reglur um erlenda leikmenn í deildinni. Þykir ólíklegt að það verði gert. Einnig hefur verið rætt um að félögin geri heiðursmannasamkomulag sín á milli um að tefla eingöngu fram íslenskum leikmönnum. „Ég yrði fyrsti maðurinn til að samþykkja alíslenska deid," sagði Óli Björn. „En hvað verður veit maður ekki. Félögin eru enn að melta málin og það væri vissulega gott ef þau gætu öll tekið ábyrga stöðu." Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
„Það er ekki ósennilegt að erlendir leikmenn okkar verði látnir fara eins og annars staðar," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. Nú þegar hafa þrjú félög í Iceland Express deild karla sagt upp samningum sínum við erlenda leikmenn og þjálfara sína. Þetta eru Snæfell, ÍR og Breiðablik. Vísir ræddi við forsvarsmenn fjögurra toppliða í deildinni - KR, Grindavík, Njarðvík og Keflavík - um ástandið og er ljóst á máli þeirra að útlitið er ekki mikið bjartara hjá þeim félögum. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það verði hér eins og annars staðar. Ég er reyndar ekki enn búinn að hitta stjórnina og það á alfarið eftir að ganga frá þessu," sagði Sigurður sem er þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur. Grannar Keflvíkinga í Njarðvík eru í samskonar stöðu. Tveir erlendir leikmenn eru á mála hjá hvoru liði og sagði Sigurður Hilmar Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, að staðan væri ekki góð. „Stjórnin mun funda í kvöld og þá skýrist þetta. En staðan er ekki góð. Ég vil ekki segja of mikið áður en ég ræði við liðið en það liggur fyrir að það sé allt í frosti hjá styktaraðilum okkar." Forsvarsmenn Grindavíkur og KR tóku í svipaðan streng. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði að erfiðara væri nú að ná í nýjan pening til að setja í starf deildarinnar. „Við ætlum ekki að örvænta. Það er stjórnarfundur á eftir þar sem þessi mál verða rædd. En við munum vitanlega líta til þess hvað önnur lið ætla að gera, þá sérstaklega suðurnesjaliðin." Óli Björn Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, sagði félagið þegar hafa skorið niður mikinn kostnað frá síðasta ári. „Við vorum með fimm erlenda leikmenn í fyrra en erum nú með tvo. Annan í karlaliðinu og hinn í kvennaliðinu. Við gerðum áætlun í sumar sem við erum enn að fylgja og stöndum enn við." „Það sem ég og sjálfsagt allir aðrir eru mest hræddir við að styrktaraðilar okkar geti ekki staðið við sínar skuldbindingar. Þeir eru allir af vilja gerðir en hafa kannski í nánustu framtíð einfaldlega ekki peningana til að geta staðið við gerða samninga." Til tals hefur komið að kalla saman aukaþing KKÍ til að setja nýjar reglur um erlenda leikmenn í deildinni. Þykir ólíklegt að það verði gert. Einnig hefur verið rætt um að félögin geri heiðursmannasamkomulag sín á milli um að tefla eingöngu fram íslenskum leikmönnum. „Ég yrði fyrsti maðurinn til að samþykkja alíslenska deid," sagði Óli Björn. „En hvað verður veit maður ekki. Félögin eru enn að melta málin og það væri vissulega gott ef þau gætu öll tekið ábyrga stöðu."
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira