Erlent

Norski olíusjóðurinn sakaður um mismunun

Óli Tynes skrifar
Einn af borpöllum Statoil.
Einn af borpöllum Statoil.

Stjórnendur norska olíusjóðsins hafa verið sakaðir um að setja erlendum fyrirtækjum strangari skilyrði en norskum.

Sjóðurinn hefur yfirleitt hlotið lof fyrir þær siðferðiskröfur sem hann setur sem skilyrði fyrir fjárfestingum.

Vald sjóðsins er umtalsvert þar sem höfuðstóll hans er hvorki meira né minna en 400 milljarðar dollara.

Reuters fréttastofan hefur hinsvegar kannað málið og komist að þeirri niðurstöðu að stundum sé erlendum fyrirtækjum mismunað.

Fréttastofan nefnir sem dæmi að olíurisanum Exxon Mobile hafi verið sett strangari skilyrði en norska olíufyrirtækinu Statoil er gert að hlíta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×