Valur Ingimundar: Við erum á byrjunarreit 17. október 2008 12:46 Logi Gunnarsson sneri sig á ökkla í gær og gat lítið beitt sér í síðari hálfleiknum Mynd/BB "Það er alltaf gott að vera sleginn niður annað slagið, það vekur mann," sagði Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur eftir að hans menn fengu 103-78 skell gegn nýliðum FSu í gær. Þessi úrslit komu mörgum á óvart, en við nánari skoðun kemur í ljós að kannski voru úrslitin ekki jafn óvænt og ætla mætti. Nýliðar FSu eru með hörkulið sem samanstendur af ungum leikmönnum sem þekkjast nokkuð vel og spila stíft undir stjórn Brynjars Karls Sigurðssonar. "Mér fannst við bara taka upp þráðinn frá því í fyrra. Það er góður taktur í liðinu og strákarnir hafa þroskast mikið á síðasta ári. Ég upplifði Njarðvíkurliðið ekki eins sterkt og margir aðrir og hefði orðið fúll ef við hefðum tapað þessum leik. En við höldum okkur alveg á jörðinni og eigum Tindastól í næsta leik. Ég held að Tindastóll sé með hörkulið og verði sterkir í vetur," sagði Brynjar Karl í samtali við Vísi. Mikil vinna framundan hjá Njarðvíkingum Valur Ingimundarson þjálfari er að byggja upp nánast frá grunni í Njarðvík eftir mikla uppstokkun í sumar. Liðinu var þrátt fyrir það spáð fjórða sætinu í árlegri spá forráðamanna félaganna í vikunni. Njarðvíkingar létu erlendu leikmennina sína fara á dögunum og uppistaðan í liðinu er þrír landsliðsmenn. Aðrir leikmenn í liðinu hafa litla reynslu af því að spila í úrvalsdeild. Njarðvíkingar léku án Magnúsar Gunnarssonar landsliðsmanns á Selfossi í gær, en hann tók út leikbann. Annar landsliðsmaður og helsta stjarna liðsins, Logi Gunnarsson, sneri sig á ökkla í fyrri hálfleik og gat lítið beitt sér eftir það. Þá urðu Njarðvíkingar fyrir blóðtöku þegar varamaðurinn Ágúst Dearborn sleit vöðva í kálfa og verður hann því ekki með liðnu á næstunni. FSu getur unnið hvaða lið sem erÁgúst Dearborn meiddist í gærBB"Þetta verður kannski dálítið skrítinn vetur. Við erum fámennir því við ætluðum að byggja liðið upp á erlendum leikmönnum. Við tökum bara við þessu eins og þetta er og allir eru staðráðnir í að standa sig þó við séum með einn þynnsta hópinn í deildinni," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi. "Við erum bara rétt að komast af stað eftir að hafa misst allt liðið í burtu og erum á byrjunarreit. Það voru til dæmis þrír sextán ára strákar að spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í gær," sagði Valur. Valur segir góðan anda í hópnum hjá Njarðvíkingum þrátt fyrir hræringarnar í sumar og haust og segir leikmenn staðráðna í að hafa gaman af því að spila í vetur. Hann var hrifinn af spilamennsku FSu í gær. "Þetta FSu lið kom mér verulega á óvart. Þeir voru mjög góðir í gær og á góðum degi getur þetta lið unnið hvaða lið sem er." Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
"Það er alltaf gott að vera sleginn niður annað slagið, það vekur mann," sagði Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur eftir að hans menn fengu 103-78 skell gegn nýliðum FSu í gær. Þessi úrslit komu mörgum á óvart, en við nánari skoðun kemur í ljós að kannski voru úrslitin ekki jafn óvænt og ætla mætti. Nýliðar FSu eru með hörkulið sem samanstendur af ungum leikmönnum sem þekkjast nokkuð vel og spila stíft undir stjórn Brynjars Karls Sigurðssonar. "Mér fannst við bara taka upp þráðinn frá því í fyrra. Það er góður taktur í liðinu og strákarnir hafa þroskast mikið á síðasta ári. Ég upplifði Njarðvíkurliðið ekki eins sterkt og margir aðrir og hefði orðið fúll ef við hefðum tapað þessum leik. En við höldum okkur alveg á jörðinni og eigum Tindastól í næsta leik. Ég held að Tindastóll sé með hörkulið og verði sterkir í vetur," sagði Brynjar Karl í samtali við Vísi. Mikil vinna framundan hjá Njarðvíkingum Valur Ingimundarson þjálfari er að byggja upp nánast frá grunni í Njarðvík eftir mikla uppstokkun í sumar. Liðinu var þrátt fyrir það spáð fjórða sætinu í árlegri spá forráðamanna félaganna í vikunni. Njarðvíkingar létu erlendu leikmennina sína fara á dögunum og uppistaðan í liðinu er þrír landsliðsmenn. Aðrir leikmenn í liðinu hafa litla reynslu af því að spila í úrvalsdeild. Njarðvíkingar léku án Magnúsar Gunnarssonar landsliðsmanns á Selfossi í gær, en hann tók út leikbann. Annar landsliðsmaður og helsta stjarna liðsins, Logi Gunnarsson, sneri sig á ökkla í fyrri hálfleik og gat lítið beitt sér eftir það. Þá urðu Njarðvíkingar fyrir blóðtöku þegar varamaðurinn Ágúst Dearborn sleit vöðva í kálfa og verður hann því ekki með liðnu á næstunni. FSu getur unnið hvaða lið sem erÁgúst Dearborn meiddist í gærBB"Þetta verður kannski dálítið skrítinn vetur. Við erum fámennir því við ætluðum að byggja liðið upp á erlendum leikmönnum. Við tökum bara við þessu eins og þetta er og allir eru staðráðnir í að standa sig þó við séum með einn þynnsta hópinn í deildinni," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi. "Við erum bara rétt að komast af stað eftir að hafa misst allt liðið í burtu og erum á byrjunarreit. Það voru til dæmis þrír sextán ára strákar að spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í gær," sagði Valur. Valur segir góðan anda í hópnum hjá Njarðvíkingum þrátt fyrir hræringarnar í sumar og haust og segir leikmenn staðráðna í að hafa gaman af því að spila í vetur. Hann var hrifinn af spilamennsku FSu í gær. "Þetta FSu lið kom mér verulega á óvart. Þeir voru mjög góðir í gær og á góðum degi getur þetta lið unnið hvaða lið sem er."
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira