Þægilegasti ferðamátinn Þráinn Bertelsson skrifar 16. júní 2008 07:00 Dr. Gunni segir frá því í sunnudagsblaði Fréttablaðsins að þriggja daga ferðalag til Íslands fyrir bandarískt par mundi kosta 300 þúsund krónur, eða fyrir þá sem eru góðir í deilingu, 100 þúsund kall á dag. Það er dýrt spaug að ferðast og getur verið hættulegt (matareitrun, flugslys), stressandi (biðraðir, tengiflug), niðurlægjandi (vopnaþuklið) og þreytandi (erlendur gjaldmiðill, minjagripaverslanir, óskiljanleg götukort). Sjálfur er ég nýkominn úr tveimur mjög spennandi ferðalögum. Í fyrra skiptið fór ég í fótspor hins djarfa landkönnuðar Stanleys niður Blóðá eða Kongófljót, um þvera Afríku, um sum hættulegustu svæði veraldar þar sem enginn ferðamaður hefur stigið fæti sínum um áratuga skeið. Þetta ferðalag með einkaleiðsögumanninum Tim Butcher stóð í um það bil viku með góðri hvíld á milli og hófst í Eymundsson í Austurstræti, þar sem ég keypti bókina hans „Blóðá" (Blood River) fyrir spottprís. Í nótt kom ég heim frá borginni Betlehem í Palestínu og Ísrael þar sem ég var inni á gafli hjá sögukennaranum Omari Yussef, íslömskum fræðimanni sem kennir við stúlknaskóla Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. Í fylgd með honum kynntist ég mönnum sem gefa sig út fyrir að vera þjóðernissinnar og baráttumenn fyrir frelsi en eru ótíndir glæpamenn sem misnota hörmungarástand í eigin þágu. Ég kynntist daglegu lífi fólks í þessu stríðshrjáða landi, lífi sem fjölmiðlar kunna ekki að segja okkur frá. Þetta ógleymanlega ferðalag kostaði innan við tvöþúsund kall og hver sem er getur fengið að upplifa það (á íslensku) í bókinni „Morðin í Betlehem" eftir Matt Rees. Sennilega ferja íslenskir rithöfundar og kvikmyndagerðarmenn mun fleiri ferðamenn til Íslands en samanlögð flug- og skipafélög heimsins. Það er bæði gott og ódýrt að ferðast í bókum og kvikmyndum. Sjálfur tek ég bókina framyfir sem ferðamáta, því að í bókinni er frelsið meira til að skoða sig um og gefa sér tíma; kvikmyndin er meira eins og pakkaferð; maður er rekinn áfram og fær ekki að sjá nema sérvalda staði. Frásagnarlistin fjallar nú eins og ævinlega um að leiða fólk inn á áður ókunna stigu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun
Dr. Gunni segir frá því í sunnudagsblaði Fréttablaðsins að þriggja daga ferðalag til Íslands fyrir bandarískt par mundi kosta 300 þúsund krónur, eða fyrir þá sem eru góðir í deilingu, 100 þúsund kall á dag. Það er dýrt spaug að ferðast og getur verið hættulegt (matareitrun, flugslys), stressandi (biðraðir, tengiflug), niðurlægjandi (vopnaþuklið) og þreytandi (erlendur gjaldmiðill, minjagripaverslanir, óskiljanleg götukort). Sjálfur er ég nýkominn úr tveimur mjög spennandi ferðalögum. Í fyrra skiptið fór ég í fótspor hins djarfa landkönnuðar Stanleys niður Blóðá eða Kongófljót, um þvera Afríku, um sum hættulegustu svæði veraldar þar sem enginn ferðamaður hefur stigið fæti sínum um áratuga skeið. Þetta ferðalag með einkaleiðsögumanninum Tim Butcher stóð í um það bil viku með góðri hvíld á milli og hófst í Eymundsson í Austurstræti, þar sem ég keypti bókina hans „Blóðá" (Blood River) fyrir spottprís. Í nótt kom ég heim frá borginni Betlehem í Palestínu og Ísrael þar sem ég var inni á gafli hjá sögukennaranum Omari Yussef, íslömskum fræðimanni sem kennir við stúlknaskóla Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. Í fylgd með honum kynntist ég mönnum sem gefa sig út fyrir að vera þjóðernissinnar og baráttumenn fyrir frelsi en eru ótíndir glæpamenn sem misnota hörmungarástand í eigin þágu. Ég kynntist daglegu lífi fólks í þessu stríðshrjáða landi, lífi sem fjölmiðlar kunna ekki að segja okkur frá. Þetta ógleymanlega ferðalag kostaði innan við tvöþúsund kall og hver sem er getur fengið að upplifa það (á íslensku) í bókinni „Morðin í Betlehem" eftir Matt Rees. Sennilega ferja íslenskir rithöfundar og kvikmyndagerðarmenn mun fleiri ferðamenn til Íslands en samanlögð flug- og skipafélög heimsins. Það er bæði gott og ódýrt að ferðast í bókum og kvikmyndum. Sjálfur tek ég bókina framyfir sem ferðamáta, því að í bókinni er frelsið meira til að skoða sig um og gefa sér tíma; kvikmyndin er meira eins og pakkaferð; maður er rekinn áfram og fær ekki að sjá nema sérvalda staði. Frásagnarlistin fjallar nú eins og ævinlega um að leiða fólk inn á áður ókunna stigu.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun