Erlent

Tugþúsundir fanga myrtir í Kóreustríðinu

Óli Tynes skrifar
Fjöldamorð framin í Kóreustríðinu.
Fjöldamorð framin í Kóreustríðinu.

Talið er að tugþúsundir fanga hafi verið myrtir í Suður-Kóreu í Kóreustríðinu á árunum 1950-1951.

Bandaríkjamenn vissu af einhverjum þessara morða en gerðu lítið til að stöðva þau. Verið er að grafa upp fjöldagrafir frá þessum tíma.

Her Suður-Kóreu fór mjög halloka í fyrstu eftir að Norður-Kórea gerði innrás í landið árið 1950. Norðanmenn náðu höfuðborginni Seoul fljótlega á sitt vald. Þar sat mikill fjöldi kommúnista í fangelsum.

Norður-Kóreumenn slepptu öllum föngum úr fangelsum höfuðborgarinnar og fengu þá til liðs við sig.

Til þess að hindra að það sama gerðist annarsstaðar hófu Suður-Kóreumenn að tæma fangelsi sín, flytja fangana út í sveit og myrða þá þar. Talið er að tugþúsundir manna hafi verið myrtir með þessum hætti.

Vitað er til þess að nokkrir bandarískir diplomatar reyndu að fá Kóreumenn til þess að hætta drápunum.

Yfirmaður herja þeirra, Douglas MacArtur, vildi hinsvegar ekkert af þessu vita og sagði að þetta væri innanríkismál Suður-Kóreu.

MacArthur réði þó einnig yfir her Suður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×