Innlent

Flókið að fanga ísbjörninn

Ísbjörninn sem kom á Þverárfjall á dögunum.
Ísbjörninn sem kom á Þverárfjall á dögunum.

Sigurður Jónsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að stofnunin sé að afla sér upplýsinga um ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá. Umhverfsstofnun vinnur með yfirvöldum fyrir norðan að málinu.

Hvítabirnir eru samkvæmt lögum friðaðir nema mönnum eða búfénaði stafi hætt af þeim.

Sigurður segir að Umhverfisstofnun hafi heimild til að láta fanga dýrið stafi engum ógn af því. Hann bendir á það sé afar flókið ferli að fanga dýr eins og þetta.

Sigurður telur ólíklegt að ísbjörninn hafi gengið á land á sama tíma og sá fyrri sem var veginn í Þverárfjalli fyrir rúmum tveimur vikum. Hér sé væntanlega um tilviljun að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×