Innlent

Tók stól úr útibúi Landsbankans á Akureyri í mótmælaskyni

Reið kona tók stól frá Landsbanknum á Akureyri í dag og fór með hann út úr bankanum. Með þessu vildi hún sýna andúð sína vegna glataðra fjármuna í bankanum. Helgi Teitur Helgason, útibússtjóri Landsbankans á Akureyri, vildi ekki gera mikið úr atvikinu, sagði að þarna hefði fyrst og fremst verið um mótmæli að ræða. Lögregla var kölluð til en sátt náðist og var stólinn aftur borinn inn í bankann. Helgi Teitur segir að engin vandræði önnur hafi komið upp, en auðvitað séu sumir reiðir. Öryggisvörður var að störfum í útibúi Landsbankans á Akureyri um tíma rétt eftir bankahrunið en hann hefur nú hætt störfum. Til skoðunar er hvort aftur verður notast við öryggisvörð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×