Erlent

NASA vill gera myndina Armageddon að veruleika

Kvikmyndin Armageddon þar sem Bruce Willis leikur geimfara sem lendir á smástirni gæti orðið að raunveruleika á næstu árum.

Samkvæmt breska blaðinu The Guardian hefur Geimferðarstofnun Bandaríkjanna, NASA, uppi áform um að senda mannað geimfar til smástirnisins 2000SG344.

Árið 2000 voru smávægilegar líkur á því að smástrini þetta, sem er á stærð við skemmtisnekkju, myndi rekast á jörðina á 45.000 km hraða. Sem betur fer varð þetta ekki úr en ef þetta milljón tonna þunga smástrini rekst á jörðinni væri krafturinn af árekstrinum svipaður og frá 84 Hiroshima sprengjum.

Ætlun NASA með þessari geimferð er að kanna hvað hægt sé að gera ef smástirni er á árekstrarbraut við jörðina. Í skýrslu um ferðina segir verkfræðingurinn John Landis að sá dagur muni koma að smástirni stefni á jörðina og því beri að rannsaka hvað hægt sé að gera.

NASA áætlar að geimferðin muni standa í sex mánuði og að geimfararnir dvelji eina til tvær vikur á smástrininu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×