Innlent

Óskar staðfestir að Marsibil styðji ekki nýja meirihlutann

Marsibil Sæmundardóttir verður ekki hluti af meirihlutanum.
Marsibil Sæmundardóttir verður ekki hluti af meirihlutanum.

Marsibil Sæmundardóttir, sem er varaborgarfulltrúi fyrir Óskar Bergsson í Framsóknarflokknum, mun ekki starfa með nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Þetta kom í ljós eftir samtal Óskars og Marsibil í morgun.

Óskar Bergsson, oddviti Framsóknarflokks, segir í samtali við Vísi í dag að þetta fipaði flokkinn í upphafi meirihlutasamstarfs. "Það er samt betra að þetta komi upp núna því það er nauðsynlegt að þeir sem eru í þessu meirihlutasamstarfi séu í þessu af heilum hug," segir Óskar.

Í Fréttablaðinu í morgun var haft eftir Marsibil að hún styddi ekki þennan meirihluta og samkvæmt Óskari hefur sú afstaða hennar ekki breyst.

Aðspurður hvort upp sé komin sama staða og hjá Ólafi F. Magnússyni og Margréti Sverrisdóttur hjá F-lista þegar síðasti meirihluti var myndaður sagði Óskar svo ekki vera. "Þau töluðu ekki saman en á milli okkar Marsibil ríkir trúnaður og vinsemd. Hún verður hins vegar að svara því hvernig hún ætlar að vinna úr þessu," segir Óskar.

Aðspurðru hvort hann hefði getað unnið hlutina öðruvísi svaraði Óskar því til að hraðinn hefði verið mikill, sennilega of mikill þegar horft væri til baka.






Tengdar fréttir

Sama staða og hjá fráfarandi meirihluta

Marsilbil Sæmundardóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, styður ekki meirihluta flokksins og Sjálfstæðisflokksins sem myndaður var í gærkvöld. Þetta segir hún í samtali við Fréttablaðið í dag.

Vonar að Marsibil fylgi Óskari þegar upp er staðið

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins segir að Óskar Bergsson hafi fylgt sannfæringu sinni þegar hann ákvað mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í borgarstjórn í gær. Hann segir að afstaða Marsibil Sæmundardóttur sé harðari en hann átti von á.

Marsibil: Óskar er ógeðslega fúll út í mig

Marsibil Sæmundardóttir, sem er önnur á lista Framsóknarflokks í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki getað hugsað sé að starfa með núverandi borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks í nýjum meirihluta. Það skýri þá ákvörðun hennar að starfa ekki með meirihlutanum.

Annar varamaður Framsóknar ekki í Framsókn

Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður sem, skipaði 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í seinustu borgarstjórnarkosningum, er ekki lengur í flokknum. Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi, styður ekki nýjan meirihluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×