Golf

Azinger: Stuðningur áhorfenda lykilatriði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Áhorfendur í Kentucky um helgina.
Áhorfendur í Kentucky um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Paul Azinger, fyrirliði bandaríska liðsins í Ryder-keppninni, sagði að það hefði verið stuðningur áhorfenda í Kentucky-fylki sem gerði gæfumuninn í sigri sinna manna á Evrópuliðinu um helgina.

Bandaríkin hlaut alls sextán og hálfan vinning en Evrópubúar ellefu og hálfan. Sigur Bandaríkjanna var því nokkuð öruggur.

„Þetta var frábær dagur - ég er virkilega stoltur af mínum mönnum. Þeir stóðu sig afar vel."

„Stuðningsmenn létu vel í sér heyra alla keppnina. Þeir voru þrettándi maðurinn í liðinu og gerðu svo sannarlega gæfumuninn."

Lee Westwood, liðsmaður Evrópu, var hins vegar ekki á sama máli og sagði að hegðun áhorfenda hefði verið til skammar. Hún hefði meira að segja verið verri en á Brookline-vellinum í Massachusetts árið 1999, þegar Bandaríkin vann síðast Ryder-bikarkeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×