Jakob Frímann Magnússon, helsti ráðgjafi Ólafs F. Magnússonar í borgarmálum, sagði við blaðamenn niðri í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir stundu að allar fullyrðingar um að Ólafur hafi ætlað að segja af sér sem borgarfulltrúi og koma Margréti Sverrisdóttur að og þannig endurvekja Tjarnarkvartettinn, séu rangar.
Jakob vildi annars lítið tjá sig um málið en sagði Ólaf ekki ætla að lýsa neinu yfir fyrr en eitthvað heyrðist um málið frá sjálfstæðismönnum.