Lífið

Ný plata FM Belfast uppseld hjá útgefanda

Ný plata FM Belfast er uppseld hjá útgefanda.
Ný plata FM Belfast er uppseld hjá útgefanda.

Plötusala hjá útgáfufyrirtækinu Kimi records gengur glimrandi þrátt fyrir mikið óveður í íslensku efnahagslífi. Kimi records gefur meðal annars út Retro Stefson, Reykjavík! og FM Belfast en öll eintök af plötum sveitanna eru uppseld. Upplögin spönnuðu allt frá 200 og upp í 1000 stykki.

Vegna þessara góðu viðbragða er unnið dag og nótt að því að bæta í plötuforðann fyrir jólin: „Við eru að róa öllum árum, eins og annar hver maður virðist vera að gera þessa dagana," segir Baldvin Esra plötuútgerðarkóngur og framkvæmdastjóri Kimi records. Kimi records gefur út Retro og Reykjavík! auk þess að dreifa FM Belfast.

„Við erum að draga fleiri plötur í land og fá þær heim yfir úfinn sæ. Krónan veldur okkur hins vegar örlitlum vandræðum. Það fer samt að birta til og ég er ekki í nokkrum vafa um að plöturnar fljóti heim snemma í næsta mánuði."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.