Tónlist

Órafmögnuð Björk

Björk spilar á órafmögnuðum tónleikum í  Langholtskirkju á þriðjudag.
Björk spilar á órafmögnuðum tónleikum í Langholtskirkju á þriðjudag.

Björk Guðmundsdóttir heldur órafmagnaða tónleika í Langholtskirkju næstkomandi þriðjudagskvöld. Henni til halds og trausts verða Wonderbrass og Jónas Sen sem hafa staðið þétt við bakið á söngkonunni á nýafstaðinni tónleikaferð um heiminn. Á tónleikunum verða flutt lög sem hafa verið uppistaðan í tónleikadagskrá Bjarkar, þar á meðal lög af síðustu plötu hennar, Volta.

Tónleikarnir verða teknir upp og eru ætlaðir til útgáfu. Aðeins um þrjú hundruð miðar verða í boði og hefst sala á midi.is á mánudagsmorgun klukkan 10. Miðaverð er 6 þúsund krónur. Kirkjan opnar klukkan 17.30 en tónleikarnir hefjast hálftíma síðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.