Lífið

Ætla að verða stærri en Bítlarnir - Byrja á því að hita upp fyrir Sigur Rós

Hljómsveitin For a Minor Reflection.
Hljómsveitin For a Minor Reflection. MYND/Neil Milton - www.myspace.com/foraminorreflec

Hljómsveitin For a Minor Reflection er um þessar mundir að leggja lokahönd á skipulagningu tónleikaferðar um Evrópu. Hljómsveitin mun hita upp fyrir Sigur Rós á alls 14 tónleikum víðs vegar um álfuna.

,,Við ætlum að ætlum að verða stærri en Bítlarnir," segir Guðfinnur Sveinsson, gítarleikari sveitarinnar, og hlær.

,,Þetta er virkilega spennandi og það verður gaman að sjá hvort og þá hvað gerist í framhaldinu. Við erum engu að síður pollrólegir og ætlum að njóta þess að vera úti og taka þátt í ferðinni með Sigur Rós," segir Guðfinnur.

Hljómsveitin heldur út á mánudaginn en fyrstu tónleikarnir verða þriðjudaginn 4. nóvember í Wolverhampton í Englandi. Fimm tónleikar verða haldnir í Englandi og Skotlandi. Eftir það verður haldið til Portúgals, Spánar, Frakklands, Belgíu, Hollands, Lúxemborgar og ferðin endar svo loks með tvennum tónleikum í London, 20. og 21. nóvember.

,,Hljómsveitin stóð í ströngu á Airwaves hátíðinni á dögunum og spilaði sex sinnum yfir hátíðina. Viðtökurnar voru mjög góðar, jafnt hjá íslenskum sem erlendum gestum hátíðarinnar," að mati Guðfinns.

Kjartan Hólm, Elvar Jón Guðmundsson, Jóhannes Ólafsson og títtnefndur Guðfinnur skipa For a Minor Reflection. Allir eru þeir á nítjánda aldursári.

For a Minor Reflection á Myspace.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.