Körfubolti

Keflavík hefur tapað tveimur oddaleikjum í röð heima

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þröstur Leó Jóhannsson hefur farið á kostum í síðustu leikjum Keflavíkur.
Þröstur Leó Jóhannsson hefur farið á kostum í síðustu leikjum Keflavíkur. Mynd/Vilhelm

Keflvíkingum hefur mistekist að nýta sér heimavöllinn í síðustu tveimur oddaleikjum um sæti í lokaúrslitum úrslitakeppninnar sem hafa farið fram í Sláturhúsinu í Keflavík.

Keflavík tekur á móti ÍR klukkan 19.15 í kvöld en þetta er í fyrsta sinn sem ÍR-liðið er í þeirri stöðu að spila úrslitaleik um að komast í einvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík hefur alls spilað tólf úrslitaleiki um sæti í lokaúrslitum og unnið fimm þeirra þar af fjóra af átta heimaaleikjum.

Tveir þeir síðustu á Sunnubrautinni hafa aftur á móti tapast, 80-84 á móti Skallagími fyrir tveimur árum og svo 91-98 fyrir nágrönnunum úr Njarðvík árið 1994.

Oddaleikir Keflavíkur um sæti í lokaúrslitum:

Á heimavelli: 4 sigrar - 4 töp

1987: Keflavík-Valur 74-90

1988: Keflavík-Haukar 79-81 (framlengt 72-72)

1990: Keflavík-Njarðvík 88-86 (tvíframlengt, 74-74, 76-76)

1991: Keflavík-KR 86-80

1992: Keflavík-KR 87-73

1993: Keflavík-Skallagrímur 71-67

1994: Keflavík-Njarðvík 91-98

2006: Keflavík-Skallagrímur 80-84

Á útivelli: 1 sigur - 3 töp

1995: Grindavík-Keflavík 81-77

1998: Njarðvík-Keflavík 93-88

2001: Tindastóll-Keflavík 70-65

2004: Grindavík-Keflavík 89-101

Samtals: 5 sigrar - 7 töp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×