Lífið

Nota raunveruleikann í Klovn

Þeir félagar í dönsku gamanþáttunum Klovn nota raunveruleikann í þáttunum, eins og meint geðveiki annars þeirra sýnir.

Þeir félagar eru hér á landi með heimsfrumsýningu á þáttum úr sjöttu röðinni um þá félaga. Áður en hún var tekin upp var Casper Christensen með alskegg og áleit almenningur í Danmörku að hann væri orðinn geðveikur og það rataði inn í þættina.

„Bæði og, skeggið var raunverulegt og ég var dálítið villimannslegur en ég var auðvitað líka geðveikur en það gerði minnst til. Þetta fer svolítið saman, það er ekki eins og við liggjum í vikublöðunum þegar við skrifum þættina en inn á milli ákveðum við að nota eitt og annað,“ segir Casper Christensen

Þeir sem þekkja þessa þætti vita að Frank, félagi Casper, fer illa út úr öllu sem hann lendir í og það breytist ekkert núna. „Já, því staðan breyttist við að Casper varð skyndilega geðveikur og því þurfti að Frank að takast á við ábyrgð. Hann virðist því þroskaðari, en klúðrar öllu samt,“ segir Frank

Við heyrum betur í þeim félögum í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þeir tjá sig um efnahagsástandið og hug Dana til Íslendinga í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.