Lífið

Ellen syngur þekktustu lögin

Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson eiginmaður hennar. MYND/Fréttablaðið
Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson eiginmaður hennar. MYND/Fréttablaðið

Ellen Kristjánsdóttir, sem hefur löngu sungið sig inn í hug og hjarta Íslendinga, heldur tónleika í Íslensku óperunni 29. október.

Þar mun Ellen flytja, ásamt einvala liði tónlistarmanna, mörg af sínum þekktustu lögum auk þess sem hún verður með nýtt efni í farteskinu.

Árið 1979 söng Ellen sitt fyrsta lag inn á plötu og er lifir það enn góðu lífi tæpum 30 árum síðar. Um er að ræða lagið Einhversstaðar einhverntíma aftur með Mannakornum.

Ellen hefur síðan átt afar farsælan sólóferil og ber sálmaplatan hennar hátt. Ekki má svo gleyma miklu og gjöfulu samstarfi þeirra systkyna KK og Ellenar.

Hér má nálgast miða á tónleika Ellenar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.