Innlent

Byrgismálið það langumfangsmesta í sögu Héraðsdóms Suðurlands

Andri Ólafsson skrifar

Sjö vikur eru síðan Byrgismálið svokallaða var dómtekið en dómsniðurstaða hefur hins vegar enn ekki fengist. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari er með málið.

Hjörtur Aðalsteinsson, dómstjóri við Héraðsdóm Suðurlands, segir Byrgismálið langumfangsmesta sakamál sem dómurinn hefur fjallað um. Kalla þurfti til aukadómritara til þess að aðstoða við að vélrita alla 18 klukkutímanna af segulbandsupptökum sem til eru eftir skýrslutökur vitna fyrir dómi.

Í lögum um meðferð opinberra mála segir að dómur skuli kveðinn upp svo fljótt sem unnt er og að jafnaði ekki síðar en þremur vikum eftir dómtöku. Dómstjóri segir að ítrasti frestur sem Hæstirétur hafi lagt blessun sína yfir sé átta vikur og segist hann búast við niðurstöðu innan þess tíma. Það þýðir að dóms sé að vænta í Byrgismálinu fyrir næsta föstudag.

Með Byrgismálinu er átt við ákærur ríkissaksóknara á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins, en hann er grunaður um kynferðisbrot gagnvart nokkrum skjólstæðingum sínum í Byrginu. Guðmundur neitar sök í málinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×