Formúla 1

Kovalainen þriðji fljótastur til að ná í sigur

Kovalainen nældi í sinn fyrsta sigur í 28. keppni sinni sem aðalökumaður
Kovalainen nældi í sinn fyrsta sigur í 28. keppni sinni sem aðalökumaður NordcPhotos/GettyImages

Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen vann sinn fyrsta sigur á ferlinum í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í Ungverjalandi. Þetta er í þriðja sinn á sex árum sem ökumaður vinnur sinn fyrsta kappakstur á brautinni.

Kovalainen vann fyrsta sigurinn sinn í 28. keppni sinni sem ökumaður og af þeim sem kepptu í dag hafa aðeins tveir ökumenn verið fljótari að vinna sinn fyrsta sigur.

Lewis Hamilton er í sérflokki hvað þetta varðar, en hann vann sinn fyrsta sigur í aðeins sinni sjöttu keppni þegar hann kom fyrstur í mark í Montreal í Kanada í fyrra. David Couthard kom svo fyrstur í mark í sinni 21. keppni á ferlinum í Portúgal árið 1995.

Jenson Button vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 í Ungverjalandi fyrir tveimur árum og þá vann fyrrum heimsmeistarinn Fernando Alonso sinn fyrsta sigur á þessari sömu braut fyrir fimm árum síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×