Tónlist

Haukur og Villi í veglegum útgáfu

Minningartónleikar um Vilhjálm voru haldnir í október.
Minningartónleikar um Vilhjálm voru haldnir í október.

Tvær veglegar útgáfur með lögum hinna ástsælu söngvara Hauks Morthens og Vilhjálms Vilhjálmssonar eru að koma út. Platan með lögum Hauks, sem nefnist Með blik í auga, er þreföld og spannar allan feril hans. Alls eru 66 lög á þessum veigamikla safngrip, þar á meðal Lóa litla á Brú, Hæ Mambo, Til eru fræ og Simbi sjómaður.

Lög af minningartónleikum um Vilhjálm Vilhjálmssonar eru einnig komin út í tvöfaldri útgáfu. Þrennir tónleikar til minningar um þennan merka söngvara voru haldnir í október, og sóttu þá tólf þúsund manns. Á þessari útgáfu eru átján lög af tónleikunum á geisladiski auk mynddisks sem hefur að geyma öll 25 lögin sem þar voru flutt. Á meðal söngvara sem komu fram á tónleikunum voru Egill Ólafsson, Stefán Hilmarsson, Bubbi, Ragnheiður Gröndal og Diddú.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.