Innlent

Grunaður kynferðisafbrotamaður kenndi í barnaskóla

Háskólakennarinn sem grunaður er um kynferðisbrot gegn sjö börnum starfaði sem kennari við grunnskóla á landsbyggðinni fyrir fimm árum síðan. Þar kenndi hann börnum í níunda og tíunda bekk. Þegar Vísir hafði samband við skólastjórann þar fengust þau svör að hann hefði verið eina önn við skólann. Hann hafi ekki orðið uppvís að ósæmilegri hegðun gagnvart nemendum sínum.

Maðurinn sem um ræðir hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í apríl vegna rannsóknar á meintum kynferðisbrotum gagnvart börnum sem tengd eru fjölskyldu hans. Upphaflega bárust tvær kærur frá barnaverndarnefnd í apríl en síðan hafa nokkrar bæst við. Meint brot varða sjö einstaklinga, sumir eru enn á barnsaldri en aðrir eru uppkomnir. Öll brotin eiga að hafa átt sér stað á meðan fólkið var á barnsaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×