Lærdómar af Baugsmálinu Árni Páll Árnason skrifar 9. júní 2008 00:01 Umræðan Baugsmálið Sigurður Kári Kristjánsson sessunautur minn á Alþingi hefur lýst því að hann telji óeðlilegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar hafi tjáð sig um niðurstöðu Hæstaréttar í Baugsmálinu í yfirlýsingu, því hún sé utanríkisráðherra og dómsmál ekki á forræði utanríkisráðuneytisins. Þetta er auðvitað fráleit röksemdafærsla. Baugsmálið hefur haft veruleg áhrif á íslenska þjóðmálaumræðu í sex ár og fá mál vakið jafn mikla athygli. Margir hafa verið þeirrar skoðunar að í þessu máli hafi lögregla og ákæruvald farið offari. Nú þegar niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir, þar sem sú skoðun er staðfest, væri fullkomlega óeðlilegt ef allir stjórnmálamenn þegðu þunnu hljóði á þeirri forsendu að lögregla og dómstólar heyrðu undir dómsmálaráðherrann og hann einn mætti tjá sig um málið. Fjölmiðlar leituðu eftir afstöðu formanns Samfylkingarinnar eins og annarra stjórnmálaleiðtoga og hún kaus að svara þeim með því að gefa út yfirlýsingu um sína afstöðu. Í yfirlýsingu formanns Samfylkingarinnar segir: „Víðfeðmasta opinbera rannsókn síðari ára, sem hófst í tilefni af tilteknum kreditreikningi, hefur nú verið til lykta leidd í Hæstarétti Íslands eftir sex ára meðferð í réttarkerfinu sem kostað hefur ógrynni fjár. Hæstiréttur veitti öllum sem komu að útgáfu þessa tiltekna reiknings sýnilega jafna og réttláta málsmeðferð. Bersýnilegt er að dómstólar kveða upp úr um að umfang rannsóknarinnar og ákæranna sem gefnar voru út upphaflega var alls ekki í samræmi við tilefnið. Óhjákvæmilega hljóta íslensk stjórnvöld að draga lærdóma af þessari útkomu.“ Það væri hægt að skilja uppnám Sigurðar Kára ef í yfirlýsingunni væri verið að deila við dómarann. Svo er ekki. Þvert á móti er þar lýst trausti á dómstólunum og tekið fram að þeir hafi veitt öllum jafna og réttláta málsmeðferð. Og hvað er það þá sem fer svona fyrir brjóstið á honum? Er það sú setning að stjórnvöld eigi að draga lærdóma af þessari útkomu? Það markar þá tímamót í íslenskum stjórnmálum ef það á að verða viðtekin regla að stjórnvöld og stjórnmálamenn eigi ekkert að læra af dómum Hæstaréttar og virða að vettugi þá leiðbeiningu sem fram kann að koma í dómum um meðferð opinbers valds og réttindi borgaranna. Sigurður Kári tengir yfirlýsingu formanns Samfylkingarinnar við stöðu hennar sem utanríkisráðherra og leggur út af þeirri stöðu á þann veg að þar sem dómsmál séu ekki utanríkismál eigi utanríkisráðherra ekkert með að tjá sig um niðurstöðu dómsins. Þetta er auðvitað fráleit staðhæfing og sýnir mikinn misskilning á hlutverki stjórnmálamanna. Eru formenn stjórnarflokkanna, utanríkisráðherra og forsætisráðherra, að fara út fyrir verksvið sitt og inn á verksvið fjármálaráðherra þegar þau ræða fjárlagaramma næsta árs? Og á þá Björn Bjarnason dómsmálaráðherra einn að mega tjá sig um Baugsmálið, af því það er dómsmál? Einhvern veginn slær sú kenning mann nokkuð skringilega. Formenn ríkisstjórnarflokka hafa auðvitað fullt umboð til að tjá sig um hvaða álitamál sem er, rétt eins og formenn annarra flokka, óháð því hvaða ráðherraembættum þeir gegna. Formaður Samfylkingarinnar tjáir sig um öll þau pólitísku álitamál sem hún kýs að tjá sig um í umboði kjósenda Samfylkingarinnar og þingflokks hennar. Þar fyrir utan eru stjórnmálamenn ekki embættismenn sem starfa á tilteknu fagsviði, heldur fulltrúar kjósenda sinna og starfa í þeirra umboði. Þjóðfélagsleg álitamál verða aldrei flokkuð í hólf og stjórnmálamönnum skammtaður réttur til að tjá sig um þau. En hvaða lærdóma má svo draga af útkomu Baugsmálsins? Nefna má tvennt: Í fyrsta lagi að rannsóknarvald og ákæruvald sé ekki á sömu hendi í flóknum málum af þessum toga. Það fer ekki vel á því að lögreglurannsókn sæti ekki sjálfstæðri, gagnrýnni og óháðri athugun hjá ákæruvaldinu, áður en ákæra er gefin út. Í nýsamþykktum lögum um meðferð sakamála, sem samin voru af réttarfarsnefnd, felst að ákæruvald í efnahagsbrotamálum verði flutt frá lögreglustjórum til sjálfstæðra héraðssaksóknara og aðskilnaður rannsóknar og saksóknar þannig betur tryggður. Í öðru lagi þarf að fara vel með mikið vald. Kreditreikningurinn sem markaði upphaf Baugsmálsins gaf greinilega fullt tilefni til rannsóknar og ákæru enda hafa þeir sem komu að útgáfu hans nú hlotið dóm fyrir aðild sína að honum. Í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar er hins vegar ekki hægt að horfa framhjá því að fátt bendir til að hann hafi gefið tilefni til þeirrar umfangsmiklu lögreglurannsóknar og saksóknar sem nú hefur staðið í 6 ár og kostað tiltekna einstaklinga mikinn sársauka og fjármuni og íslenska skattborgara hátt í einn milljarð króna. Þeim mannauði og fjármunum hefði án efa verið betur varið til að takast á við önnur brýnni úrlausnarefni í réttarvörslukerfinu.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Umræðan Baugsmálið Sigurður Kári Kristjánsson sessunautur minn á Alþingi hefur lýst því að hann telji óeðlilegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar hafi tjáð sig um niðurstöðu Hæstaréttar í Baugsmálinu í yfirlýsingu, því hún sé utanríkisráðherra og dómsmál ekki á forræði utanríkisráðuneytisins. Þetta er auðvitað fráleit röksemdafærsla. Baugsmálið hefur haft veruleg áhrif á íslenska þjóðmálaumræðu í sex ár og fá mál vakið jafn mikla athygli. Margir hafa verið þeirrar skoðunar að í þessu máli hafi lögregla og ákæruvald farið offari. Nú þegar niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir, þar sem sú skoðun er staðfest, væri fullkomlega óeðlilegt ef allir stjórnmálamenn þegðu þunnu hljóði á þeirri forsendu að lögregla og dómstólar heyrðu undir dómsmálaráðherrann og hann einn mætti tjá sig um málið. Fjölmiðlar leituðu eftir afstöðu formanns Samfylkingarinnar eins og annarra stjórnmálaleiðtoga og hún kaus að svara þeim með því að gefa út yfirlýsingu um sína afstöðu. Í yfirlýsingu formanns Samfylkingarinnar segir: „Víðfeðmasta opinbera rannsókn síðari ára, sem hófst í tilefni af tilteknum kreditreikningi, hefur nú verið til lykta leidd í Hæstarétti Íslands eftir sex ára meðferð í réttarkerfinu sem kostað hefur ógrynni fjár. Hæstiréttur veitti öllum sem komu að útgáfu þessa tiltekna reiknings sýnilega jafna og réttláta málsmeðferð. Bersýnilegt er að dómstólar kveða upp úr um að umfang rannsóknarinnar og ákæranna sem gefnar voru út upphaflega var alls ekki í samræmi við tilefnið. Óhjákvæmilega hljóta íslensk stjórnvöld að draga lærdóma af þessari útkomu.“ Það væri hægt að skilja uppnám Sigurðar Kára ef í yfirlýsingunni væri verið að deila við dómarann. Svo er ekki. Þvert á móti er þar lýst trausti á dómstólunum og tekið fram að þeir hafi veitt öllum jafna og réttláta málsmeðferð. Og hvað er það þá sem fer svona fyrir brjóstið á honum? Er það sú setning að stjórnvöld eigi að draga lærdóma af þessari útkomu? Það markar þá tímamót í íslenskum stjórnmálum ef það á að verða viðtekin regla að stjórnvöld og stjórnmálamenn eigi ekkert að læra af dómum Hæstaréttar og virða að vettugi þá leiðbeiningu sem fram kann að koma í dómum um meðferð opinbers valds og réttindi borgaranna. Sigurður Kári tengir yfirlýsingu formanns Samfylkingarinnar við stöðu hennar sem utanríkisráðherra og leggur út af þeirri stöðu á þann veg að þar sem dómsmál séu ekki utanríkismál eigi utanríkisráðherra ekkert með að tjá sig um niðurstöðu dómsins. Þetta er auðvitað fráleit staðhæfing og sýnir mikinn misskilning á hlutverki stjórnmálamanna. Eru formenn stjórnarflokkanna, utanríkisráðherra og forsætisráðherra, að fara út fyrir verksvið sitt og inn á verksvið fjármálaráðherra þegar þau ræða fjárlagaramma næsta árs? Og á þá Björn Bjarnason dómsmálaráðherra einn að mega tjá sig um Baugsmálið, af því það er dómsmál? Einhvern veginn slær sú kenning mann nokkuð skringilega. Formenn ríkisstjórnarflokka hafa auðvitað fullt umboð til að tjá sig um hvaða álitamál sem er, rétt eins og formenn annarra flokka, óháð því hvaða ráðherraembættum þeir gegna. Formaður Samfylkingarinnar tjáir sig um öll þau pólitísku álitamál sem hún kýs að tjá sig um í umboði kjósenda Samfylkingarinnar og þingflokks hennar. Þar fyrir utan eru stjórnmálamenn ekki embættismenn sem starfa á tilteknu fagsviði, heldur fulltrúar kjósenda sinna og starfa í þeirra umboði. Þjóðfélagsleg álitamál verða aldrei flokkuð í hólf og stjórnmálamönnum skammtaður réttur til að tjá sig um þau. En hvaða lærdóma má svo draga af útkomu Baugsmálsins? Nefna má tvennt: Í fyrsta lagi að rannsóknarvald og ákæruvald sé ekki á sömu hendi í flóknum málum af þessum toga. Það fer ekki vel á því að lögreglurannsókn sæti ekki sjálfstæðri, gagnrýnni og óháðri athugun hjá ákæruvaldinu, áður en ákæra er gefin út. Í nýsamþykktum lögum um meðferð sakamála, sem samin voru af réttarfarsnefnd, felst að ákæruvald í efnahagsbrotamálum verði flutt frá lögreglustjórum til sjálfstæðra héraðssaksóknara og aðskilnaður rannsóknar og saksóknar þannig betur tryggður. Í öðru lagi þarf að fara vel með mikið vald. Kreditreikningurinn sem markaði upphaf Baugsmálsins gaf greinilega fullt tilefni til rannsóknar og ákæru enda hafa þeir sem komu að útgáfu hans nú hlotið dóm fyrir aðild sína að honum. Í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar er hins vegar ekki hægt að horfa framhjá því að fátt bendir til að hann hafi gefið tilefni til þeirrar umfangsmiklu lögreglurannsóknar og saksóknar sem nú hefur staðið í 6 ár og kostað tiltekna einstaklinga mikinn sársauka og fjármuni og íslenska skattborgara hátt í einn milljarð króna. Þeim mannauði og fjármunum hefði án efa verið betur varið til að takast á við önnur brýnni úrlausnarefni í réttarvörslukerfinu.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun