Lífið

Allir á skíðum í skagafirði

Frá skíðasvæðinu Tindastóli.
Frá skíðasvæðinu Tindastóli.

Það er heldur betur mikil gleði í Skagafirðinum þessa dagana enda hefur fólk getað farið á skíði á skíðasvæðinu í Tindastóli undanfarna daga. Viggó Jónsson umsjónarmaður svæðisins segist hafa opnað hjá sér þann 31.október og er búið að vera ágætt að gera síðan þá. Opið er á skíðasvæðinu til klukkan 17:00 í dag og er fínasta færi. Þriggja gráðu hiti, nægur snjór, logn og alskýjað.

Skíðasvæðið býr yfir nokkuð öflugum snjóvélum sem framleiða snjó og hafa reynst vel undanfarin ár. Viggó hefur hinsvegar ekkert þurft að setja vélarnar í gang það sem af er vetri og notast eingöngu við náttúrulegan snjó. „Það er svo góð náttúra hérna," segir Viggó sem hvetur fólk til þess að drífa sig í brekkurnar í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.