Erlent

Bagger kominn heim og í gæsluvarðhald

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Stein Bagger.
Stein Bagger. MYND/Scanpix

Danski fjársvikamaðurinn Stein Bagger er kominn heim til Kaupmannahafnar og var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald fram yfir áramót en Bagger gaf sig fram við lögreglu í Los Angeles fyrir tíu dögum.

Bagger var forstjóri dansks tölvufyrirtækis og stórlax í dönsku viðskiptalífi áður en upp komst að hann hafði útbúið háa reikninga frá fyrirtækjum sem aldrei voru til og látið fyrirtæki sitt greiða þá en stungið fénu í eigin vasa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×