Aðgerðarleysi í málefnum Byrgisfólksins er mannréttindabrot Breki Logason skrifar 31. janúar 2008 12:02 Sveinn Magnússon framkvæmdarstjóri Geðhjálpar. „Ég verð bara að segja að hann opinberar þá sýn okkar á það að fagfólk er ekki að horfa á hlutina í samræmi við raunveruleikann," segir Sveinn Magnússon framkvæmdarstjóri Geðhjálpar um ummæli Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis í fréttaskýringarþættinum Kompás í vikunni. Matthías sagði í þættinum að engin skrifleg kvörtun hefði borist embættinu sem hefði samþykkt skýrslu sérstaks vinnuhóps um málefni skjólstæðinga Byrgisins. Mæður stúlkna sem voru í Byrginu héldu því hinsvegar fram í þættinum að þjónustan hefði brugðist. Dætrum þeirra hefði verið vísað frá geðdeild þó þær hefðu verið í mjög slæmu ástandi. Matthías sagðist hafa kannað eitt slíkt tilvik og í ljós hafi komið að það hefði verið uppspuni. „Það var algjörlega rangt". Sveinn er þessu ekki sammála og segir Matthías vera í andstöðu við þá hugmyndafræði sem Sveinn og fleiri vilja beita og saka þá um forsjárhyggju. „Hann hefur haldið því fram í mín eyru að ég og aðrir séum tilbúnir að brjóta á persónuréti þessa fólks. En aðgerðarleysi í málefnum þessa fólks eru mannréttindabrot," segir Sveinn og nefnir að ástand þessarar stúlkna hafi verið ígildi meðvitundarleysis og því hafi mönnum verið skylt að veita þeim hjálp. Sveinn segir að fyrst og fremst greini mönnum á um hugmyndafræði. Hann vill þó hjálpa fólki sem er í slíku ástandi og segist enn argari yfir því fagfólki sem ekki geri sér grein fyrir þessum birtingarmyndum geðsjúkra. „Varðandi það að Matthías segir að ekki hafi verið leitað til hans þá spyr ég hvort hann hafi velt vöngum yfir því hversvegna menn hafi ekki leitað til hans. Miðað við hvernig móttakan hefur verið á þessu fólki þá hefur maður bara ekki orku til þess að leita til embættis sem er hvorki fugl né fiskur," segir Sveinn sem viðurkennir að honum sé nokkuð heitt í hamsi yfir þessu máli. „Því miður er mikil brotalöm á þessu en ég spyr hvað er búið að gera fyrir þetta fólk?" Aðspurður um hver næstu skref séu í þessu máli segir Sveinn: „Það hefur verið stöðug krafa af okkar hálfu að eitthvað sé gert þó við höfum ekki verið að hrópa um það í fjölmiðlum. En ég vil þakka Kompás fyrir að fylgja þessu máli eftir" Sveinn segir að í þessu máli hafi bóla sprungið með miklum látum. „En ríkið hefur ákveðna taktík og það er að þegja þunnu hljóði. En því má ekki gleyma að hér er verið að fjalla um þá allra veikustu, sem eru líka lifandi manneskjur." Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Ég verð bara að segja að hann opinberar þá sýn okkar á það að fagfólk er ekki að horfa á hlutina í samræmi við raunveruleikann," segir Sveinn Magnússon framkvæmdarstjóri Geðhjálpar um ummæli Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis í fréttaskýringarþættinum Kompás í vikunni. Matthías sagði í þættinum að engin skrifleg kvörtun hefði borist embættinu sem hefði samþykkt skýrslu sérstaks vinnuhóps um málefni skjólstæðinga Byrgisins. Mæður stúlkna sem voru í Byrginu héldu því hinsvegar fram í þættinum að þjónustan hefði brugðist. Dætrum þeirra hefði verið vísað frá geðdeild þó þær hefðu verið í mjög slæmu ástandi. Matthías sagðist hafa kannað eitt slíkt tilvik og í ljós hafi komið að það hefði verið uppspuni. „Það var algjörlega rangt". Sveinn er þessu ekki sammála og segir Matthías vera í andstöðu við þá hugmyndafræði sem Sveinn og fleiri vilja beita og saka þá um forsjárhyggju. „Hann hefur haldið því fram í mín eyru að ég og aðrir séum tilbúnir að brjóta á persónuréti þessa fólks. En aðgerðarleysi í málefnum þessa fólks eru mannréttindabrot," segir Sveinn og nefnir að ástand þessarar stúlkna hafi verið ígildi meðvitundarleysis og því hafi mönnum verið skylt að veita þeim hjálp. Sveinn segir að fyrst og fremst greini mönnum á um hugmyndafræði. Hann vill þó hjálpa fólki sem er í slíku ástandi og segist enn argari yfir því fagfólki sem ekki geri sér grein fyrir þessum birtingarmyndum geðsjúkra. „Varðandi það að Matthías segir að ekki hafi verið leitað til hans þá spyr ég hvort hann hafi velt vöngum yfir því hversvegna menn hafi ekki leitað til hans. Miðað við hvernig móttakan hefur verið á þessu fólki þá hefur maður bara ekki orku til þess að leita til embættis sem er hvorki fugl né fiskur," segir Sveinn sem viðurkennir að honum sé nokkuð heitt í hamsi yfir þessu máli. „Því miður er mikil brotalöm á þessu en ég spyr hvað er búið að gera fyrir þetta fólk?" Aðspurður um hver næstu skref séu í þessu máli segir Sveinn: „Það hefur verið stöðug krafa af okkar hálfu að eitthvað sé gert þó við höfum ekki verið að hrópa um það í fjölmiðlum. En ég vil þakka Kompás fyrir að fylgja þessu máli eftir" Sveinn segir að í þessu máli hafi bóla sprungið með miklum látum. „En ríkið hefur ákveðna taktík og það er að þegja þunnu hljóði. En því má ekki gleyma að hér er verið að fjalla um þá allra veikustu, sem eru líka lifandi manneskjur."
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira