Erlent

Sýrlendingar hafna öllum skilyrðum um Golan hæðir

Óli Tynes skrifar
Golan hæðirnar eru mjög mikilvægar hernaðarlega.
Golan hæðirnar eru mjög mikilvægar hernaðarlega.

Ísraelar eru tilbúnir til að skila Sýrlandi Golan hæðum. Sýrlendingar hafna hinsvegar þeim skilyrðum að þeir hætti þá stuðningi við hryðjuverkasamtök eins og Hamas og Hizbolla. Auk þess vilja Ísraelar að þeir

láti af meintri hryðjuverkasamvinnu við Íran.

Talsmaður Sýrlendinga segir að þeir sætti sig ekki við nein skilyrði. Golan hæðirnar tilheyri þeim og þeir vilja fá þær aftur. Punktur og basta.

Ísraelar hertóku hæðirnar í sex daga stríðinu árið 1967. Meðan Sýrlendingar réðu hæðunum létu þeir fallbyssu- og eldflaugaskothríð dynja á byggðum gyðinga þar fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×